Umhverfisstofnun hefur hafið átak sem snýr að söfnun upplýsinga frá almenningi um mengaðan jarðveg. Kortleggja á upplýsingarnar á vef stofnunarinnar.
Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að upplýsingar um mengun í jarðvegi séu gríðarlega mikilvægar, til dæmis til að koma í veg fyrir að viðkvæm byggð sé skipulögð á svæði þar sem hætta er á heilsuspillandi mengun.
„Við vonum innilega að fólk sem býr yfir þessum upplýsingum taki sér nokkrar mínútur og sendi okkur ábendingu. Það skiptir öllu fyrir komandi kynslóðir að vita hvar gæti leynst mengun í jarðveginum,“ er haft eftr Kristínu Kröyer umsjónaraðila verkefnisins.
Kristín mun halda kynningarfundi um verkefnið víðs vegar um landið. Þar getur fólk fengið nánari upplýsingar og aðstoð við að skrá inn ábendingar.
Akureyri: 18. september kl. 10-12, á starfsstöð á Borgum við Norðurslóð
Mývatn: 19. september kl. 10-12 í Reykjahlíð og kl. 13-15 á Gíg á Skútustöðum
Reyðarfjörður: 20. september kl. 9-11, Búðareyri 1
Egilsstaðir: 20. september kl. 13-15, Tjarnarbraut 39e
Ísafjörður: 27. september kl. 13-15, Silfurgötu 1
Patreksfjörður: 28. september kl. 13-15, Aðalstræti 53
Einnig verða kynningarfundir á Reykjanesi, Vesturlandi, Suðurlandi og í Reykjavík en þeir verða auglýstir síðar.
Leitað er eftir ábendingum um alls konar svæði:
Þeir sem þess óska geta sent inn nafnlausar ábendingar en ábendingar sem sendar eru inn undir nafni eru betri vinnugögn fyrir eftirlitsstofnanirnar, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Almenningur getur ekki séð nöfn þeirra sem hafa sent inn ábendingar undir nafni.