Náði að bjarga brjóstinu frá myndavélunum

Fyrirsætan Emily Ratajkowski slapp naumlega frá vandræðalegu augnabliku.
Fyrirsætan Emily Ratajkowski slapp naumlega frá vandræðalegu augnabliku. DIMITRIOS KAMBOURIS

Fyr­ir­sæt­an Em­ily Rataj­kowski stal svo sann­ar­lega sen­unni á bleika dregli MTV verðlauna­hátíðar­inn­ar í nótt. Rataj­kowski klædd­ist fal­leg­um „vinta­ge“ kjól úr safni franska hönnuðar­ins Jean Paul Gaultier sem skildi þó lítið eft­ir fyr­ir ímynd­un­ar­aflið. 

Rataj­kowski, 32 ára, átti gott kvöld á verðlauna­hátíðinni sem fram fór í New Jers­ey og virt­ist skemmta sér vel enda sást fyr­ir­sæt­an dansa með hverju tón­list­ar­atriðinu á fæt­ur öðru.

Rataj­kowski slapp þó naum­lega frá vand­ræðal­egu augna­bliki þegar henni tókst að lag­færa efri hluta kjóls­ins þegar annað brjóst henn­ar var við það að detta úr toppn­um. At­vikið náðist þó að sjálf­sögðu á mynd­band sem hef­ur farið eins og eld­ur í sinu á net­heim­um.

mbl.is