Fyrirsætan Emily Ratajkowski stal svo sannarlega senunni á bleika dregli MTV verðlaunahátíðarinnar í nótt. Ratajkowski klæddist fallegum „vintage“ kjól úr safni franska hönnuðarins Jean Paul Gaultier sem skildi þó lítið eftir fyrir ímyndunaraflið.
Ratajkowski, 32 ára, átti gott kvöld á verðlaunahátíðinni sem fram fór í New Jersey og virtist skemmta sér vel enda sást fyrirsætan dansa með hverju tónlistaratriðinu á fætur öðru.
Ratajkowski slapp þó naumlega frá vandræðalegu augnabliki þegar henni tókst að lagfæra efri hluta kjólsins þegar annað brjóst hennar var við það að detta úr toppnum. Atvikið náðist þó að sjálfsögðu á myndband sem hefur farið eins og eldur í sinu á netheimum.
Emily Ratajkowski dances out of her top at the VMAs pic.twitter.com/Wpa5rxhSgU
— Mr Burns (@MrBurnsing) September 13, 2023