Taka við keflinu á endanum

Hákon Arnar Haraldsson lék sinn 13. A-landsleik gegn Bosníu og …
Hákon Arnar Haraldsson lék sinn 13. A-landsleik gegn Bosníu og komst mjög vel frá sínu. Morgunblaðið/Eggert

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sinn fyrsta leik undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide á mánudaginn þegar liðið hafði betur gegn Bosníu í J-riðli undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli, 1:0.

Sigurinn var mikilvægur fyrir íslenska liðið sem hafði á föstudeginum tapað illa fyrir Lúxemborg, 3:1, í Lúxemborg í J-riðli undankeppninnar en íslenska liðið er með sex stig í fimmta og næstneðsta sæti riðilsins, líkt og Bosnía sem er í fjórða sætinu. Portúgal er sem fyrr í efsta sætinu með 18 stig eða fullt hús stiga, Slóvakía kemur þar á eftir með 13 stig, Lúxemborg er með tíu stig í þriðja sætinu og Liechtenstein er án stiga í neðsta sætinu.

mbl.is