Taka við keflinu á endanum

Hákon Arnar Haraldsson lék sinn 13. A-landsleik gegn Bosníu og …
Hákon Arnar Haraldsson lék sinn 13. A-landsleik gegn Bosníu og komst mjög vel frá sínu. Morgunblaðið/Eggert

Íslenska karla­landsliðið í knatt­spyrnu vann sinn fyrsta leik und­ir stjórn Norðmanns­ins Åge Harei­de á mánu­dag­inn þegar liðið hafði bet­ur gegn Bosn­íu í J-riðli undan­keppni EM 2024 á Laug­ar­dals­velli, 1:0.

Sig­ur­inn var mik­il­væg­ur fyr­ir ís­lenska liðið sem hafði á föstu­deg­in­um tapað illa fyr­ir Lúx­em­borg, 3:1, í Lúx­em­borg í J-riðli undan­keppn­inn­ar en ís­lenska liðið er með sex stig í fimmta og næst­neðsta sæti riðils­ins, líkt og Bosn­ía sem er í fjórða sæt­inu. Portúgal er sem fyrr í efsta sæt­inu með 18 stig eða fullt hús stiga, Slóvakía kem­ur þar á eft­ir með 13 stig, Lúx­em­borg er með tíu stig í þriðja sæt­inu og Liechten­stein er án stiga í neðsta sæt­inu.

Fyr­ir fram höfðu þjálf­ar­inn og leik­menn ís­lenska liðsins gert sér von­ir um sex stig úr lands­leikja­glugg­an­um í sept­em­ber en að end­ingu urðu þau aðeins þrjú.

Bosn­ía sterk­ari aðil­inn

„Leik­ur­inn gegn Lúx­em­borg var ákveðin von­brigði, sér­stak­lega úr­slita­lega séð, og það var því mjög mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að ná góðum úr­slit­um gegn Bosn­íu,“ sagði Arn­ar Grét­ars­son, þjálf­ari Vals í Bestu deild karla, í sam­tali við Morg­un­blaðið þegar hann ræddi frammistöðu ís­lenska liðsins í leikj­un­um tveim­ur.

„Við stóðum okk­ur ekki nægi­lega vel gegn Lúx­em­borg sem var von­brigði en þar reynd­ust ein­stak­lings­mis­tök­in okk­ur ansi dýr. Fáum á okk­ur klaufa­legt víti mjög snemma í leikn­um og við það riðlast leik­ur­inn mikið. Við ger­um líka mis­tök í öðru marki Lúx­em­borg­ar þar sem miðverðirn­ir eru of lengi á bolt­an­um og okk­ur er refsað grimmi­lega fyr­ir það. Lúx­em­borg gerði mjög vel í þeim leik og okk­ur var í raun refsað fyr­ir öll ein­stak­lings­mis­tök­in sem við gerðum en heilt yfir var frammistaðan gegn Lúx­em­borg ekki nægi­lega góð.

Við unn­um okk­ur vel inn í leik­inn gegn Bosn­íu eft­ir von­brigðin í Lúx­em­borg en það er stund­um þannig, þegar leik­ur­inn end­ar eins og hann gerði, að fólk horf­ir meira í úr­slit­in en frammistöðuna. Mér fannst leik­ur­inn gegn Bosn­íu að mörgu leyti fínn en þegar rýnt er í töl­fræðina þá vor­um við und­ir í öll­um helstu töl­fræðiþátt­um. Við sköp­um lítið fram­an af og fyrsta al­vöru­færið okk­ar kem­ur um miðjan seinni hálfleik­inn. Fáum svo tvö mjög fín færi til að skora en við get­um verið mjög ánægðir með úr­slit­in í leik þar sem Bosn­íu­menn voru sterk­ari aðil­inn,“ sagði Arn­ar.

Refsað fyr­ir öll mis­tök

Há­kon Arn­ar Har­alds­son fór mik­inn í báðum leikj­un­um og þá lék Orri Steinn Óskars­son sína fyrstu A-lands­leiki fyr­ir Ísland.

„Það var gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir liðið að ná í sig­ur eft­ir síðustu leiki en það er líka mik­il­vægt að rýna í frammistöðuna. Úrslit­in skipta alltaf mestu máli í þess­um landsliðsfót­bolta en ef frammistaðan er ekki góð þá er erfitt að ætla sér að byggja ofan á hana, far­andi inn í næstu leiki. Ef við horf­um á já­kvæðu punkt­ana þá voru marg­ir ung­ir leik­menn sem stigu upp í þessu landsliðsverk­efni og Há­kon Arn­ar Har­alds­son var mjög flott­ur fannst mér. Will­um Þór Will­umsson kom vel inn í þetta líka gegn Bosn­íu eft­ir að hafa átt mjög góða leiki gegn Slóvakíu og Portúgal og Kol­beinn Birg­ir Finns­son stóð sig mjög vel í vinstri bakverðinum.

Hjört­ur Her­manns­son komst mjög vel frá sínu gegn Bosn­íu en við erum með ungt lið og þess­ir strák­ar þurfa tíma. Við eig­um eitt­hvað í land ennþá og við þurf­um meira sjálfs­traust svo menn þori að halda bolt­an­um aðeins bet­ur. Það eru auðvitað mis­mun­andi skoðanir á því hvernig við eig­um að spila en við þurf­um fyrst og fremst að vera skyn­sam­ir í okk­ar leik og ég myndi per­sónu­lega vilja sjá okk­ur gera meira af því að reyna að halda bolt­an­um bet­ur inn­an liðsins. Við þurf­um líka að fækka mis­tök­un­um inni á vell­in­um því þau eru mjög dýr í landsliðsfót­bolt­an­um þar sem þér er refsað fyr­ir nán­ast öll mis­tök.“

Svig­rúm til bæt­inga

Harei­de tók við þjálf­un ís­lenska liðsins í apríl á þessu ári og hann hef­ur því ekki fengið mik­inn tíma með liðinu.

„Það er erfitt að átta sig á helstu áherslu­breyt­ing­um liðsins und­ir stjórn Harei­de ef horft er í þessa fjóra leiki, meðal ann­ars vegna þess að mót­herj­arn­ir í þess­um fjór­um leikj­um eru all­ir mjög ólík­ir. Þegar Arn­ar Þór Viðars­son var með liðið þá sá maður það mjög glögg­lega að hann vildi pressa mót­herj­ana of­ar­lega á vell­in­um og spila út frá aft­asta manni. Stund­um gekk það vel og stund­um gekk það illa. Það tek­ur tíma að þjálfa leik­menn í hápressu og við sem þjálf­um fé­lagslið þekkj­um það mjög vel. Við fáum 5-6 æf­ing­ar á viku, all­an árs­ins hring, og oft á tíðum er það ekki nóg. Landsliðsþjálf­ar­arn­ir fá aðeins nokkra daga til að þjálfa liðið al­menni­lega þannig að verk­efnið er gríðarlega krefj­andi og í raun fá­rán­lega erfitt á sama tíma.

Mér finnst liðið ekki fara al­veg jafnof­ar­lega á völl­inn núna eins og það gerði und­ir stjórn Arn­ars. Í nú­tíma­fót­bolta í dag eru hættu­leg­ustu augna­blik leiks­ins þegar þú vinn­ur bolt­ann og tap­ar hon­um. Ég myndi vilja sjá liðið vinna aðeins bet­ur í því að setja góða hápressu af stað þegar við töp­um bolt­an­um, það myndi gera það að verk­um að það yrði mjög erfitt að spila á móti okk­ur. Eins og ég kom inn á áðan þá var ágæt­is jafn­vægi á liðinu gegn Bosn­íu en það er alltaf svig­rúm til þess að bæta sig.“

Staðan tek­in hverju sinni

Marg­ir úr gull­ald­arliði Íslands eru að kom­ast á ald­ur en liðið var án landsliðsfyr­irliðans Arons Ein­ars Gunn­ars­son­ar í þessu verk­efni og þá binda marg­ir von­ir við að Gylfi Þór Sig­urðsson komi aft­ur inn í leik­manna­hóp­inn þegar hann byrj­ar að spila aft­ur með fé­lagsliði sínu Lyng­by.

„Mér finnst við þurfa að vega það og meta hverju sinni hvernig leik­menn­irn­ir eru að standa sig með sín­um fé­lagsliðum. Jó­hann Berg Guðmunds­son er að spila í ensku úr­vals­deild­inni og þá hlýt­ur hann að geta hjálpað landsliðinu líka. Gylfi hef­ur ekki spilað fót­bolta í tvö ár og hann þarf tíma til þess að koma til baka. Ef hann verður í dúnd­ur­formi þá þurf­um við að skoða það auðvitað hvað hann mun gefa okk­ur eða hvort það séu aðrir betri til staðar. Auðvitað er þetta úr­slita­bransi en við þurf­um líka að byggja upp til framtíðar.

Það er al­veg ljóst að eldri leik­menn liðsins eiga ekki marg­ar undan­keppn­ir eft­ir í sér og þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara eft­ir því sem menn eld­ast. Við þurf­um held ég bara að taka stöðuna hverju sinni og sjá á hvaða stað þeir eru með sín­um fé­lagsliðum. Það þýðir ekki að velja menn í landsliðið af því að þeir voru einu sinni frá­bær­ir fyr­ir landsliðið, þannig má þetta ekki virka, og þeir þurfa að vera að spila með sín­um fé­lagsliðum. Það hjálp­ar hins veg­ar mikið að hafa þessa stráka í hópn­um, upp á að leiðbeina yngri leik­mönn­un­um, en það stytt­ist í að þess­ir yngri leik­menn þurfi að taka al­farið við kefl­inu,“ sagði Arn­ar Grét­ars­son í sam­tali við Morg­un­blaðið.

mbl.is