Fangar á Litla-Hrauni í kjarabaráttu

Litla Hraun.
Litla Hraun. mbl.is/Sigurður Bogi

Hluti fanga á Litla-Hrauni mætti ekki til vinnu eða náms í dag til þess að mót­mæla bág­um aðstæðum, lág­um laun­um, skorti á verk­efn­um og þeim fáu úrræðum sem þeir hafa. Formaður Af­stöðu, fé­lags fanga, tel­ur mót­mæli ekki réttu leiðina en seg­ir fanga þó hafa tak­mörkuð úrræði til að berj­ast fyr­ir sín­um mál­um. 

„Þetta eru vissu­lega mál sem Afstaða hef­ur verið að berj­ast fyr­ir síðust ár,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður Af­stöðu, í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir fé­lagið samt sem áður ekki standa á bak við mót­mæl­in eða hvetja til þeirra á nokk­urn hátt. Er það vegna þess að fé­lagið tel­ur mót­mæl­in ekki réttu leiðina, enda verði þau að bein­ast að rétt­um aðila. 

Hækk­un á fæðisfé 

Í grunn­inn snýst málið um hækk­un á fæðisfé, dag­pen­ing­um og þókn­un­um fanga, seg­ir Guðmund­ur, en bæt­ir við að Fang­els­is­mála­stofn­un hafi þegar brugðist við með því að hækka fæðisfé. 

„Fang­els­is­mála­stofn­un brást við með því að hækka fæðisfé ör­lítið, þó það sé að okk­ar mati ekki nóg,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við:

„Þeir [Fang­els­is­mála­stofn­un] gerðu það samt og gerðu það aft­ur í tím­ann frá síðustu mánaðamót­um. Þeir ætluðu samt sem áður ekk­ert að hækka, en senni­lega hafa þeir tekið þessa ákvörðun svona í kjöl­farið af þess­um aðgerðum sem er mjög gott. Það þýðir að þær hafa skilað ein­hverju“.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags Fanga.
Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður Af­stöðu, fé­lags Fanga. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Góð sam­skipti við ráðuneytið

Hækk­an­ir á dag­pen­ing­um og þókn­un­um fanga eru bundn­ar í reglu­gerðir sem eru á borði dóms­málaráðuneyt­is­ins. Guðmund­ur seg­ir aðgerðir fang­ana því verða að bein­ast að ráðuneyt­inu, en ekki Fang­els­is­mála­stofn­un, til þess að hafa til­ætluð áhrif. Hann bind­ur því von­ir við að ráðuneytið taki við sér þrátt fyr­ir að Afstaða sé ekki þátt­tak­andi að mót­mæl­un­um. 

Und­an­farið hef­ur Afstaða verið í mikl­um sam­skipt­um við ráðuneytið og þó Guðmund­ur segi það enn ekki hafa skilað neinu, þá veit hann til þess að mál­efnið er til umræðu. „Ég á von á að það heyr­ist eitt­hvað frá þeim á allra næst­unni,“ seg­ir Guðmund­ur sem kveðst ánægður með sam­skipti dóms­málaráðuneyt­is­ins við Af­stöðu. 

„Sam­starfið er alltaf að verða betra og betra. Það hef­ur sýnt sig að það er best að eiga sam­tal um þessa hluti,“ seg­ir hann. 

Dag­pen­ing­ar þeir sömu í 17 ár

Guðmund­ur skil­ur for­sendu fang­ana samt sem áður mjög vel. Dag­pen­ing­ar fanga eru rétt um 650 krón­ur á dag, eða um 13.000 krón­ur á mánuði. Þeir eiga að duga fyr­ir brýn­ustu nauðsynj­um seg­ir Guðmund­ur og nefn­ir hrein­lætis­vör­ur sem dæmi. 

Dag­pen­ing­ar fanga hafa verið þeir sömu síðan í byrj­un árs 2006. Síðan þá hef­ur verðlag breyst mikið seg­ir Guðmund­ur. 

„Á sín­um tíma átti þetta að hald­ast í hend­ur við ráðstöf­un­ar­fé trygg­ing­ar­stofn­ana, en það hef­ur al­deil­is ekki gert það. Í raun og veru var miðað við síga­rettupakka á dag til að byrja með. Nú veit ég ekki hvað síga­rettupakki kost­ar í dag, en það er tölu­verð hækk­un.“

Bjart­sýnn á breyt­ing­ar

Guðmund­ur er þó bjart­sýnn á breyt­ing­ar inn­an mála­flokks­ins. Hann seg­ir mik­inn mun hafa orðið á af­komu þess­ara mála eft­ir að Jón Gunn­ar­son tók við dóms­málaráðuneyt­inu og seg­ir Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur, dóms­málaráðherra, sömu­leiðis hafa sýnt mála­flokkn­um mik­inn áhuga. 

„Það hef­ur ekk­ert gerst í þess­um mál­um, það er kannski af því að við höf­um ekki verið með dóms­málaráðherra sem hef­ur sýnt mála­flokkn­um áhuga fyrr en und­an­farið.“

mbl.is