Fangar „ekkert ofaldir hvað varðar fæðisfé“

Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll Winkel fangelsismálastjóri. mbl.is/Hari

For­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar seg­ir rétt að hluti fanga á Litla-Hrauni hafi ekki mætt til vinnu eða náms í dag vegna ósætt­is við fæðisfé, dag­pen­inga og þókn­un fyr­ir vinnu. 

Fang­arn­ir eru ósátt­ir við nokk­ur atriði, seg­ir Páll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar. Í meg­in­drátt­um skipt­ist þetta í tvennt, ann­ars veg­ar um fæðisfé sem snýr að Fang­els­is­mála­stofn­un og hins veg­ar um upp­hæð dag­pen­inga og þókn­un­ar fyr­ir vinnu þeirra, sem snýr að dóms­málaráðuneyt­inu.

Full­ur skiln­ing­ur 

Fæðisfé er það reiknað út frá viðmiðum vel­ferðarráðuneyt­is­ins. Páll seg­ir Fang­els­is­mála­stofn­un hafa hækkað upp­hæðina í tvígang á þessu ári til þess að halda í við verðbólgu sem hef­ur verið. Ann­ars veg­ar 1. janú­ar og hins veg­ar um mánaðamót­in. 

„Við höf­um full­an skiln­ing á því að þeir finni líka fyr­ir því að mat­vara hef­ur hækkað, eins og ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu, og við vilj­um mjög gjarn­an gera bet­ur,“ seg­ir Páll sem seg­ir Fang­els­is­mála­stofn­un gera það sem hún get­ur, inn­an heim­ilda.

Hann seg­ir fang­ana jafn­framt eiga kost á að vinna og þiggja þókn­un fyr­ir það, sem og þókn­un fyr­ir nám. 

„Þeir eru ekk­ert ofald­ir hvað varðar fæðisfé, en við greiðum það sem við telj­um nauðsyn­legt og for­svar­an­legt.“  

Ekki ein­hliða ákvörðun Fang­els­is­mála­stofn­un­ar 

Páll seg­ir ósættið snú­ast um upp­hæð dag­pen­inga og þókn­un­ar fyr­ir vinnu þeirra. Fang­els­is­mála­stofn­un geti ekki ein­hliða breytt eða hækkað upp­hæðirn­ar, þar sem þær eru byggðar á reglu­gerð sem sett er af ráðherra. 

Aðspurður seg­ir Páll stofn­un­ina ekki hafa fengið fregn­ir af mál­inu fyrr en í gær­kvöldi og því sé unnið að því að kort­leggja stöðuna og ræða við þá sem málið varðar. Hann get­ur því ekki sagt til um hvenær þessi til­tekni hóp­ur fanga kem­ur til með að snúa aft­ur til starfa. 

mbl.is fékk send­an tölvu­póst frá fanga sem lagði niður störf í dag. Í tölvu­póst­in­um grein­ir hann frá því að aðgerðirn­ar geti haft áhrif á af­hend­ingu nýrra bíla, enda fram­leiði núm­era­plötu­deild Litla-Hrauns að meðaltali um 280-300 núm­era­plöt­ur á dag. 

Páll gef­ur lítið fyr­ir þær áhyggj­ur og seg­ir aðgerðirn­ar ekki koma til með að hafa áhrif á af­hend­ingu nýrra bíla. 

„Það hef­ur verið starf­semi í fang­els­inu á nokkr­um vinnu­stöðum í dag, þannig að sá hóp­ur vinn­ur áfram og við erum ánægð með það,“ seg­ir Páll og bæt­ir við að fanga­verðirn­ir muni ganga í verkið ef eng­in fangi fæst til þess. 

„Við von­umst auðvitað til þess að þetta leys­ist sem fyrst með far­sæl­leg­um hætti og við höf­um full­an skiln­ing á því að þeir hafi ekki mikið á milli hand­anna.“

mbl.is