Kveður sáttur framkvæmdastjórastöðuna

Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði
Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði mbl.is/Gunnlaugur

Friðrik Mar Guðmunds­son er í óðaönn að svara sím­töl­um og skipu­leggja veislu­höld er blaðamann ber að garði. Á morg­un verður haldið hátíðlega upp á 90 ára af­mæli Kaup­fé­lags Fá­skrúðsfirðinga og 50 ára af­mæli Ljósa­fells SU sem Loðnu­vinnsl­an, dótt­ur­fé­lag kaup­fé­lags­ins, ger­ir út.

Til­kynnt var um það í apríl að Friðrik muni láta af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar og Kaup­fé­lags Fá­skrúðsfirðinga síðar í haust eft­ir ára­tug í því starfi. Rætt er við Friðrik í Morg­un­blaðinu í dag.

Er erfitt að kveðja starfið?

„Nei, það er bara góð til­finn­ing. Ákvörðunin er svo sem ekki ný. Þegar mér var boðið þetta starf fyr­ir tíu árum, þá vor­um við hjón­in hugsi, okk­ur leið vel í Reykja­vík, búin að búa þar í tólf ár. Við ákváðum að gefa þessu tæki­færi og að gefa þessu tíu ár, en svo eru þau bara allt í einu liðin. Þetta líður fljótt þegar er nóg að gera og er gam­an. Við höf­um átt hér góð ár og ánægju­leg, ég og kon­an. Við erum mjög sátt við þessa ákvörðun. Börn­in okk­ar og barna­börn­in eru öll í Reykja­vík og við erum að hugsa um að fara á það svæði þó við flytj­um ekki al­veg til Reykja­vík­ur. Við eig­um sex barna­börn og vilj­um vera nærri þeim.“

Hoffell SU skip Loðnuvinnslunnar.
Hof­fell SU skip Loðnu­vinnsl­unn­ar. mbl.is/​Gunn­laug­ur

Friðrik skil­ar af sér fé­lagi í góðri stöðu. „Fyr­ir­tækið hef­ur gengið vel. Eigið fé var fyr­ir tíu árum tæp­ir þrír millj­arðar og er nú 16 millj­arðar. Það hef­ur fimm­fald­ast á þessu tíma­bili. Fé­lagið stend­ur mjög sterkt. Starfs­fólkið er gott og það eru marg­ir sem hafa unnið hér mjög lengi. Árang­ur næst ekki nema með góðu fólki.“

Loðnu­vinnsl­an og Kaup­fé­lag Fá­skrúðsfirðinga hafa skilað sam­fé­lag­inu tæp­lega 300 millj­ón­um króna í formi styrkja á und­an­förn­um tíu árum.

Sögu­leg loðnu­vertíð

Spurður hvernig hon­um hafi lit­ist á fisk­veiðiárið 2022/​2023 sem leið und­ir lok 31. ág­úst svar­ar Friðrik: „Það hef­ur allt gengið vel. Þetta var gjaf­mild loðnu­vertíð þó að verð á hrogn­um hafi verið miklu lægra, sem var þó viðbúið. Hrogn­in lækkuðu um 60 til 65% enda var ekki hægt að miða við verð sem voru áður. Ísland fram­leiddi 25 þúsund tonn og við fram­leidd­um 5.300. Það hef­ur aldrei gerst í sög­unni að einn aðili hafi fram­leitt svona mikið.“

Ítar­legra viðtal við Friðrik Mar Guðmunds­son í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: