Ný fiskveiðilög fyrir Alþingi í janúar

Tillögur starfshópa verkefnisins Auðlindin okkar voru kynntar í ágúst. Svandís …
Tillögur starfshópa verkefnisins Auðlindin okkar voru kynntar í ágúst. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra áætlar að leggja fram frumvarp byggt á tillögunum í janúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hyggst leggja fyr­ir Alþingi frum­varp um ný heild­ar­lög um nýt­ingu og stjórn­un nytja­stofna sjáv­ar í janú­ar sam­kvæmt þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem dreift var til þing­manna á þirðju­dag.

Um er að ræða ný heild­ar­lög sem byggja á þeim til­lög­um að breyt­ing­um sem sem lagt hef­ur verið til að gerðar verði á nú­gild­andi lög­um und­ir merkj­um stefnu­mót­un­ar­verk­efn­is­ins Auðlind­in okk­ar. Gert er ráð fyr­ir að ný heild­ar­lög komi í stað fjölda eldri laga og sé þannig til þess fall­in að ein­falda og upp­færa nú­gild­andi lög­gjöf, auk þess að tryggja betri yf­ir­sýn um þær regl­ur sem gilda um nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar.

Áformin hafa hlotið nokkra gagn­rýni meðal ann­ars af hálfu strand­veiðisjó­manna sem segja til­lög­ur Auðlind­ar­inn­ar okk­ar ekki til þess falln­ar að efla strand­veiðar. Auk þess hef­ur Lands­sam­band smá­báta­eig­enda gagn­rýnt hug­mynd­ur um aflagn­ingu línuíviln­un­ar.

Í byrj­un sept­em­ber sendu sam­tök smá­báta­eig­enda, strand­veiðimanna, fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem vinnu­brögð Svandís­ar voru sögð „forkast­an­leg“ þar sem þeim þótti ekki hafa verið gef­in kost­ur á að koma at­huga­semd­um á fram­færi við gerð skýrslu starfs­hópa Auðlind­ar­inn­ar okk­ar.

Einnig hafa Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi gagn­rýnt áform ráðherra um að hefja til­raun með upp­boð afla­heim­ilda sem ekki var meðal til­lagna sem lagðar voru fram af starfs­hóp­um Auðlind­ar­inn­ar okk­ar.

Birt voru áform um laga­setn­ingu í sam­ráðsgátt stjórn­valda 29. ág­úst er snéru að nýj­um heild­ar­lög­um. Frest­ur til að skila inn um­sögn renn­ur út 26. sept­em­ber. enn hafa eng­ar um­sagn­ir borist sam­kvæmt skrán­ingu gátt­ar­inn­ar.

mbl.is