Vilja fá TF-LIF á flugminjasafnið

Eftir 25 ára þjónustu við íslensku þjóðina var þyrlan tekin …
Eftir 25 ára þjónustu við íslensku þjóðina var þyrlan tekin úr rekstri í árslok 2019. Margir eiga þyrlunni og áhöfn hennar líf sitt að launa. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Áhugi er á því að hin far­sæla björg­un­arþyrla Íslend­inga TF-LIF verði flutt á Flugsafn Íslands á Ak­ur­eyri og verði þar til sýn­is í framtíðinni.

Alls voru það 1.565 manns sem var bjargað eða flutt­ir í sjúkra­flugi með þyrlunni á 25 ára tíma­bili.

Öld­ungaráð Land­helg­is­gæsl­unn­ar hef­ur unnið að því leita leiða til að koma vél­inni í safn­hæft ástand og flytja hana norður á Ak­ur­eyri. Á safn­inu eru nú þegar til sýn­is tvær flug­vél­ar sem tengd­ust Land­helg­is­gæsl­unni, þyrl­an TF-SIF og Fokk­er-flug­vél­in TF-SYN.

TF-LIF kom til lands­ins 1995 og var í notk­un fram til 2020. „Þyrl­an á sér mikla sögu og það væri virki­lega ánægju­legt ef þessi áform gengju eft­ir,“ seg­ir Ásgeir Er­lends­son upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

TF-LIF gerði gæfumun­inn

Und­ir þessi orð tek­ur Benóný Ásgríms­son, fyrr­ver­andi þyrluflug­stjóri hjá Land­helg­is­gæsl­unni. Benóný flaug vél­inni til Íslands 1995 ásamt Páli Hall­dórs­syni og fór í ótelj­andi björg­un­ar- og sjúkra­ferðir, sum­ar við gríðarlega erfiðar aðstæður. Hann teng­ist því þyrlunni sterk­um bönd­um. „Að Gæsl­an hafði yfir að ráða TF-LIF gerði að mínu mati gæfumun­inn þegar varn­ar­liðið fór 2006 og við Íslend­ing­ar þurft­um al­farið að taka björg­un­ar­flugið yfir,“ seg­ir Benóný.

Að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar var TF-LIF, í sam­ráði við fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið, sett í hefðbundið sölu­ferli hjá Rík­is­kaup­um í byrj­un þessa árs. Til­boð voru opnuð 4. maí síðastliðinn. Aðeins barst eitt til­boð, frá sænska fyr­ir­tæk­inu EX-Change Parts AB. Fyr­ir­tækið bauð 910.000 evr­ur í þyrluna og vara­hluti henni tengda. Það jafn­gild­ir um 130 millj­ón­um ís­lenskra króna.

Skrokk­ur­inn skil­inn eft­ir

Jafn­framt bauð fyr­ir­tækið tvo kosti; að taka vél­ina í heild eða koma og fjar­lægja úr henni þá vél­ar­hluta sem fyr­ir­tækið vildi nýta og skilja skrokk­inn eft­ir í þannig ástandi að hægt væri að setja hann á safn, ef áhugi væri fyr­ir því.

„Flugsafnið á Ak­ur­eyri hafði þá þegar sýnt áhuga á að fá vél­ina til sín og eft­ir sam­ráð við safnið var ákveðið að þiggja síðar­nefnda kost­inn. Full­trú­ar fyr­ir­tæk­is­ins komu til lands­ins í ág­úst og fjar­lægðu úr henni þá parta sem nýtt­ir verða. Skrokk­ur­inn er nú í flug­skýli Land­helg­is­gæsl­unn­ar og von­ir standa til þess að hann verði flutt­ur norður á flugsafnið,“ seg­ir Ásgeir.

Fjór­ir fé­lag­ar í öld­ungaráði Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa haft for­göngu í þessu máli, flug­stjór­arn­ir Benóný Ásgríms­son og Páll Hall­dórs­son, Hall­dór B. Nell­ett skip­herra og Gylfi Geirs­son sprengju­sér­fræðing­ur.

TF-LIF bíður örlaga sinna í flugskýli Gæslunnar. Fer hún á …
TF-LIF bíður ör­laga sinna í flug­skýli Gæsl­unn­ar. Fer hún á flugsafnið eða verður hún rif­in? Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

„Öld­ungaráðið, sem er fé­lags­skap­ur fyrr­ver­andi starfs­manna Lan­helg­is­gæslu Íslands, hef­ur áhuga á að að koma þyrlunni TF-LIF á Flugsafn Íslands á Ak­ur­eyri,“ seg­ir í upp­hafi bréfs sem fjór­menn­ing­arn­ir sendu á valda viðtak­end­ur í mars sl.

Í bréf­inu kem­ur fram að þyrl­an TF-LIF hafi verið fram­leidd árið 1986 og keypt hingað til lands 1995. Hún hafi verið í stans­lausri þjón­ustu Land­helg­is­gæsl­unn­ar út árið 2019 og valdið bylt­ingu í björg­un­ar­getu stofn­un­ar­inn­ar. Á þessu tíma­bili hafi fjöl­mörg björg­un­ar­verk­efni verið fram­kvæmd með þyrlunni, þar sem fólk var m.a. híft upp í hana frá skip­um og bát­um eða beint af sjó. Þá hafi þyrl­an farið fjöl­mörg sjúkra­flug, þar sem ekki var hægt að nota önn­ur tæki. Alls eru það 1.565 manns sem hef­ur verið bjargað eða flutt­ir með þyrlunni á tíma­bil­inu.

„Á meðal eft­ir­minni­legra björg­un­ar­verk­efna TF-LIF má nefna björg­un ms. Dís­ar­fells eft­ir að skip­inu hvolfdi milli Íslands og Fær­eyja og björg­un áhafn­ar ms. Vikart­inds er skipið var að reka upp í fjöru aust­an Þjórsár.“

Ein­stak­ur sess í sög­unni

Fjór­menn­ing­arn­ir segja að sér sé kunn­ugt um að sams kon­ar þyrl­ur hafi verið sett­ar á söfn í Svíþjóð eft­ir að hlut­ir sem hægt var að selja voru fjar­lægðir, en í staðinn út­vegaðir ónot­hæf­ir sams kon­ar hlut­ir. „Við telj­um að þyrl­an TF-LIF eigi sér svo ein­stak­an sess í björg­un­ar­sög­unni að allt verði að gera til að þyrl­an verði varðveitt,“ eru loka­orð fé­lag­anna í bréf­inu.

Ekki ligg­ur fyr­ir hver kostnaður­inn gæti orðið við að út­vega vara­hluti og koma vél­inni í safn­hæft ástand. Fram­lög frá vel­viljuðum aðilum væru vel þegin. Land­helg­is­gæsl­an féllst á að geyma þyrluna uns lykt­ir fást í þessu máli.

mbl.is