„Varla er það vilji ráðherrans“

MAST hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8.
MAST hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mat­væla­stofn­un, MAST, hef­ur stöðvað tíma­bundið veiðar Hvals 8 vegna þess sem hún seg­ir vera al­var­leg brot á vel­ferð dýra við veiðar á langreyði. 

Í til­kynn­ingu MAST seg­ir að við eft­ir­lit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. sept­em­ber sl. hitti dýrið utan til­greinds marks­væðis með þeim af­leiðing­um að dýrið drapst ekki strax. Við slík at­vik beri veiðimönn­um sam­kvæmt nýrri reglu­gerð að skjóta dýrið án taf­ar aft­ur. Það hafi ekki verið gert fyrr en tæp­um hálf­tíma síðar og drapst hval­ur­inn ein­hverj­um mín­út­um síðar. 

Spil varð óvirkt um stund

Kristján Lofts­son fram­kvæmda­stjóri Hvals hf. lýs­ir at­b­urðarás­inni þannig að skutull­inn hafi hitt dýrið skammt ofan við skil­greint marks­væði. Hval­ur­inn hafi særst og kafað og síðan tekið út línu sem fest var við skutul­inn. Þegar farið var að hífa, þ.e. draga lín­una inn með spili, hafi krók­ur losnað og sleg­ist í hlíf á spil­inu sem varð til þess að spilið varð óvirkt um tíma og hvorki hægt að hífa né slaka. Þá var farið í það að skera hlíf­ina burt með slíp­irokk, en á meðan synti hval­ur­inn fram­an við skipið utan skot­fær­is, en skv. reglu­gerð má ekki skjóta hval utan 25 metra fær­is. Á meðan var unnið að því að gera spilið virkt á ný og seg­ir Kristján að það hafi tekið um 20 mín­út­ur.

Tók upp mynd­skeið á síma

Meðan á þessu gekk hafi eft­ir­litsmaður á veg­um MAST og Fiski­stofu myndað at­b­urðarás­ina á sím­ann sinn og dregið mynd­ina af hvaln­um ým­ist að eða frá, þannig að svo hafi virst sem hval­ur­inn hafi verið inn­an skot­fær­is annað veifið, þótt svo hafi alls ekki verið, því spilið var óvirkt og lín­an á milli hvals og skips alltaf jafn löng, að sögn Kristjáns. Seg­ir hann að því sé rang­lega haldið fram af MAST að hval­ur­inn hafi verið í skot­færi á meðan unnið var að því að gera spilið not­hæft á ný.

„Starfs­mönn­um Mat­væla­stofn­un­ar virðist ómögu­legt að skilja þessa at­b­urðarás, þótt þetta liggi í aug­um uppi hjá flestu öðru fólki,“ seg­ir Kristján. Hann bend­ir einnig á að ef reynt hefði verið að elta hval­inn uppi meðan á þessu gekk hefði slaki komið á lín­una og hún mögu­lega lent í skrúfu hval­báts­ins sem síðan hefði orðið til þess að hval­ur­inn hefði sloppið burtu særður. „Varla er það vilji ráðherr­ans,“ seg­ir Kristján Lofts­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: