Heiður Berglind fann draumastarfið á sjó

Heiður Berglind Þorsteinsdóttir er vélstjóri á varðskipinu Þór og finnst …
Heiður Berglind Þorsteinsdóttir er vélstjóri á varðskipinu Þór og finnst fátt skemmtilegra en að vera á sjó. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heiður Berg­lind Þor­steins­dótt­ir hef­ur alltaf haft áhuga á vél­um og hvernig þær virka og sá alltaf fyr­ir sér að hún myndi enda í véla­verk­fræði á há­skóla­stigi. Hún ákvað þó að elta áhug­ann áður en þangað var komið og skráði sig í vél­stjórn­ar­nám í Tækni­skól­an­um og hóf sam­hliða því sjó­sókn. Fyrst var Heiður Berg­lind á fiski­skip­um en starfar nú sem vél­stjóri á varðskip­inu Þór og er ekki á leið í land í bráð, þó hef­ur hún ekki úti­lokað að það gæti komið að há­skóla­námi síðar.

Í ít­ar­legu viðtali í síðasta blaði 200 mílna seg­ir Berg­lind Heiður meðal ann­ars frá því að hún hafi sam­hliða vél­stjórn­ar­námi unnið sem há­seti og véla­vörður á línu­skipi.

„Ég hafði hugsað mér að fara í véla­verk­fræði, marg­ir með svona áhuga vilja fara í verk­fræði. Ég ákvað að taka A-stigið í vél­stjórn með stúd­ents­próf­inu því það gæti verið góður grunn­ur að véla­verk­fræðinni. En svo þegar ég fór að vinna við þetta og fór á sjó áttaði ég mig á því hvað ég hafði mik­inn áhuga á verk­legu hliðinni. Mér fannst líka dá­sam­legt að vera á sjó – það er æðis­leg til­finn­ing – og hafði þá allt í einu meiri áhuga á því en að fara í véla­verk­fræðina.“

En hvernig kom það til að þú fórst á sjó?

„Ég hringdi í alla skip­stjóra á öll­um mögu­leg­um skip­um sem ég gat fengið síma­núm­er hjá. Það var svo­lítið erfitt að fá fyrsta plássið. Það hringdi síðan í mig skip­stjóri sem hafði fengið núm­erið mitt hjá öðrum skip­stjóra sem ég hafði talað við og hann hafði mis­skilið og hélt að ég hefði farið áður í túr á hinu skip­inu. Þegar ég mæti um borð í Fjölni GK þá fær hann að vita að ég er bara að mæta í fyrsta túr. Það gekk samt voðal­ega vel og ég fann ekk­ert fyr­ir sjó­veiki.“

Heiður Berglind segir starf vélstjórans snúast um að kunna að …
Heiður Berg­lind seg­ir starf vél­stjór­ans snú­ast um að kunna að redda sér. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Læt­ur ekki deig­an síga

Berg­lind Heiður læt­ur ekki deig­an síga þótt stíf­ar kröf­ur séu gerðar til skip­verja á fiski­skip­um.

„Ég fór í einn túr að leysa af sem há­seti á línu­skipi sem ég hafði ekki farið á áður. Ég frétti að yf­ir­maður­inn minn þar hefði ekki viljað fá konu á sína vakt. Hann ákvað að senda mig neðst í skipið í að stafla beit­unni á lyftu. Venju­lega fara tveir í þetta, en hann sagði að ég ætti ekki að koma upp fyrr en ég væri búin að þessu. Þegar ég var búin fannst hon­um ég greini­lega allt í lagi, þá var búið að prófa mig. Eft­ir þetta var þetta bara æðis­leg­ur túr,“ seg­ir hún og hlær.

Varðskipið Þór við Hrólfssker.
Varðskipið Þór við Hrólfs­sker. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an

En um hvað snýst starf vél­stjóra?

„Að vera vél­stjóri á sjó snýst um að læra að redda sér. Ef eitt­hvað bil­ar þarf maður að finna leiðir til að laga það þótt maður sé ekki endi­lega með allt sem maður þarf. Ef það vant­ar eitt­hvað þarf maður kannski að smíða það sem mann vant­ar úr ein­hverju sem er kannski ekki neitt. Það þarf að finna út úr bil­un­um, þetta er hálf­gerð þraut og þarf að vera mik­il hugs­un á bak við það sem maður ger­ir.“

En er ekki hætt við að maður slys­ist til að gera eitt­hvað sem virk­ar ekki?

„Það kem­ur al­veg fyr­ir,“ svar­ar Heiður Berg­lind og hlær. „Þetta get­ur al­veg reynt á þol­in­mæðina en það veg­ur upp á móti hvað það er gam­an þegar geng­ur upp að laga eitt­hvað.“

Lesa má viðtalið í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: