Fyrst á heimsvísu að nýta eingöngu rafmagn

Arnar Snorrason, framkvæmdastjóri Sæplasts í Evrópu, segir Sæplast hafa ásamt …
Arnar Snorrason, framkvæmdastjóri Sæplasts í Evrópu, segir Sæplast hafa ásamt birgjum verið brautryðjandi í þróun framleiðsluofna sem gengið geta fyrir rafmagni. Ljósmynd/Aðsend

Unnið hef­ur verið hörðum hönd­um að orku­skipt­um í verk­smiðju Sæplasts á Dal­vík, seg­ir Arn­ar Snorra­son, fram­kvæmda­stjóri Sæplasts í Evr­ópu, í viðtali í nýj­asta blaði 200 mílna.

„Á haust­mánuðum för­um við í að skipta út fram­leiðslu­ofni sem hef­ur verið að nýta olíu sem orku­gjafa, en sá nýi mun nota raf­magn. Þetta er mik­il­vægt skref fyr­ir okk­ur, við erum þegar með af­kasta­mesta fram­leiðslu­ofn­inn okk­ar knú­inn raf­magni, en með þessu náum við því mark­miði okk­ar að öll kera­fram­leiðslan verði knú­in með um­hverf­i­s­vænni orku og þannig verðum við fyrsta hverfisteypu­verk­smiðjan í heim­in­um sem get­ur státað af slíku.“

Hann seg­ir Sæplast hafa í sam­starfi við birgja fé­lags­ins verið brautryðjandi í þróun fram­leiðslu­ofna sem gengið geta fyr­ir raf­magni. Þá sé þessi áfangi leið til að sýna ábyrgð í verki, en á sama tíma mæta sí­fellt aukn­um kröf­um viðskipta­vina um um­hverf­i­s­vænni fram­leiðslu­máta.

Hjá Sæplasti á Dalvík starfa um 65 starfsmenn.
Hjá Sæplasti á Dal­vík starfa um 65 starfs­menn. Ljós­mynd/​Sæplast

Settu sér mark­mið

Á síðasta ári gengu ís­lensk­ir fjár­fest­ar frá kaup­um á hverfisteypu­starf­semi Berry Global Inc., m.a. á Sæplasti og Tempru, og var rekst­ur­inn færður und­ir Rotovia hf. sem er fé­lag í eigu fram­taks­sjóðanna SÍA IV og Freyju ásamt lyk­il­stjórn­end­um. Þannig er rekst­ur Sæplasts á ný í ís­lenskri eigu og fagn­ar fé­lagið 40 árum á næsta ári.

Rota­via er nú stærsta hverfisteypu­fé­lag í Evr­ópu og starfa um 800 starfs­menn hjá sam­steyp­unni sem rek­ur tíu verk­smiðjur í sjö lönd­um og hef­ur sölu­ein­ing­ar í öll­um heims­hlut­um. Hjá Sæplasti á Dal­vík starfa um 65 starfs­menn en auk þess er vöru­hús í Nor­egi og verk­smiðjur á Spáni og í Kan­ada.

Nán­ar er rætt við Arn­ar Snorra­son um Sæplast í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: