Hafís aldrei mælst minni á Suðurskautinu

Hafís á Suðurskautinu hefur aldrei mælst minni.
Hafís á Suðurskautinu hefur aldrei mælst minni. mbl.is/RAX

Haf­ís um­hverf­is Suður­skautið hef­ur aldrei verið minni að vetri til, að því er ný gögn banda­rísku rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar Nati­onal Snow and Ice Data Center leiðir í ljós. 

Haf­ís á Suður­skaut­inu mæl­ist nú und­ir 17 millj­ón­ir fer­kíló­metr­ar, sem er 1,5 millj­ón­um fer­kíló­metra minna en meðaltalið í sept­em­ber og vel und­ir mæl­ing­um fyrri vetra. 

„Við höf­um aldrei séð neitt þessu líkt,“ seg­ir Walter Meier sem hef­ur eft­ir­lit með haf­ís hjá stofn­un­inni, í sam­tali við frétta­stofu BBC

Varað hef­ur verið við því að haf­ís bráðni á Suður­skaut­inu þar sem svæðið sér um að jafna út hita­stig jarðar með því að end­urkasta sól­ar­orku út í and­rúms­loftið og stuðla að kald­ari sjó. 

mbl.is