Samherji hlaut 100 milljónir til orkuskipta

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku-, og loftslagsráherra, Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur, …
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku-, og loftslagsráherra, Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur, Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri landvinnslu ÚA., Dagný Lind Kristjánsdóttir í stjórn Samherja hf., Haraldur Benediktsson stjórnarformaður Orkusjóðs. Ljósmynd/Samherji

Orku­sjóður styrk­ir verk­efni verk­efni Sam­herja sem felst í því að hanna lausn og breyta ís­fisk­tog­ara fé­lags­ins þannig að skipið geti nýtt grænt ra­feldsneyti um 100 millj­ón­ir króna. Áætlaður kostnaður vegna verk­efn­is­ins er tveir millj­arðar króna og munu breyt­ing­arn­ar draga veru­lega úr kol­efn­is­los­un.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef Sam­herja.

Styrk­ir orku­sjóðs séu liður í aðgerðum stjórn­valda til að mæta mark­miðum í lofts­lags­mál­um og voru þeir kynnt­ir í byrj­un mánaðar.

„Þetta er viðamikið verk­efni. Í fyrsta lagi vilj­um við sem ábyrg­ur aðili leggja okk­ar að mörk­um að Ísland taki stór skref í átt að sett­um mark­miðum í lofts­lags­mál­um. Sömu­leiðis vilj­um við stuðla að því að inn­lend fyr­ir­tæki öðlist þekk­ingu á þeirri tækni sem þarf til að keyra skip á kol­efn­is­fríu eldsneyti og vinn­um því náið með leiðandi fyr­ir­tækj­um á þessu sviði,“ er haft eft­ir Hjörv­aru Kristjáns­syni skipa­verk­fræðingi.

Systurskipin Björg EA 7 , Kaldbakur EA 1 og Björgúlfur …
Syst­ur­skip­in Björg EA 7 , Kald­bak­ur EA 1 og Björg­úlf­ur EA 312 Ljós­mynd/​Sam­herji

„Þær áætlan­ir sem við erum að vinna með núna, gera ráð fyr­ir að breyta skipi þannig að hægt verði að draga úr los­un kol­díoxíðs um 75% eða sem sam­svar­ar þrjú þúsund tonn­um á ári. Við erum þegar í viðræðum við ýmis fyr­ir­tæki í tengsl­um við þetta verk­efni, auk þess sem mik­il þekk­ing er inn­an Sam­herja, sem hvor­tveggja ger­ir okk­ur kleift að vinna alla þætti með ákveðnum og hnit­miðum hætti. Allt er þetta kostnaðarsamt og eins og fyrr seg­ir gera okk­ar áætlan­ir ráð fyr­ir því að kostnaður­inn við breyt­ing­ar á einu skipi nálg­ist tvo millj­arða króna,“ seg­ir hann.

„Við höf­um alla burði til að vera í for­ystu á heimsvísu vegna fram­lags til um­hverf­is­mála. Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er í far­ar­broddi á mörg­um sviðum og við hjá Sam­herja erum vel í stakk búin til að hefja fyr­ir al­vöru und­ir­bún­ing að því að keyra skip­in á kol­efn­is­fríu eldsneyti. Þessi styrk­ur Orku­sjóðs er ánægju­leg staðfest­ing á því að við erum á réttri braut,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í færsl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina