Dagsektir SKE á Brim ólöglegar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlistins, undirrituðu …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlistins, undirrituðu samninginn um umdeilda athugun SKE. Samsett mynd

Dag­sekt­ir Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim eru ólög­leg­ar og ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins þar að lút­andi var felld úr gildi af áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála með úr­sk­urði í dag.

Sam­keppnis­eft­ir­litið ákvað í júlí að beita sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim hf. 3,5 millj­ón króna dag­sekt­um – hæstu dag­sekt­um í sögu eft­ir­lits­ins – til þess að knýja á um að fyr­ir­tækið af­henti því all­ar umbeðnar upp­lýs­ing­ar í tengsl­um við at­hug­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sem Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra átti frum­kvæði að, líkt og ljósi hef­ur verið varpað á í frétt­um mbl.is að und­an­förnu.

Óheim­ill verk­taka­samn­ing­ur SKE

Áfrýj­un­ar­nefnd­in kemst að þeirri niður­stöðu að laga­heim­ild­ir Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins til beit­ingu dag­sekta hrökkvi ekki til. Þær séu veitt­ar til að unnt sé að beita þving­un­araðgerðum í sam­keppn­is­brota­mál­um, sem séu til meðferðar hjá eft­ir­lit­inu, til þess að fá af­hent gögn eða til þess að ýta á eft­ir því að farið sé að ákvörðunum þess.

Það eigi ekki við um þessa at­hug­un, sem unn­in sé sam­kvæmt samn­ingi og fyr­ir greiðslu frá mat­vælaráðuneyt­inu með áskilnaði um að það fái í hend­ur skýrslu um niður­stöður at­hug­un­ar­inn­ar. Gagn­kvæm­ar skyld­ur séu sam­kvæmt samn­ingn­um og ráðuneytið geti gripið til vanefnda­úr­ræða. Samn­ing­ur­inn hafi því allt yf­ir­bragð verk­taka­samn­ings.

Skuttogarinn Akurey að veiðum fyrir Brim.
Skut­tog­ar­inn Ak­ur­ey að veiðum fyr­ir Brim. mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son

Sjálf­stæði SKE í upp­námi

„Í sam­keppn­is­lög­um er ekki gert ráð fyr­ir því að Sam­keppnis­eft­ir­litið geri sér­staka samn­inga við stjórn­völd eða aðra aðila um ein­stak­ar at­hug­an­ir stofn­un­ar­inn­ar eða til­hög­un þeirra sem leiði til þess að stofn­un­in skili niður­stöðum sín­um til þeirra í formi skýrslna gegn greiðslu,“ seg­ir í úr­sk­urði áfrýj­un­ar­nefnd­ar.

„Verður að telja að slíkt sam­ræm­ist ekki því hlut­verki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sem því er fengið í sam­keppn­is­lög­um sem sjálf­stæðs stjórn­valds.“

Ólög­leg beit­ing vald­heim­ilda SKE

Áfrýj­un­ar­nefnd­in læt­ur þar ekki staðar numið.

„Þaðan af síður [verður] talið að Sam­keppnis­eft­ir­litið hafi heim­ild til að beita vald­heim­ild­um sín­um og þving­unar­úr­ræðum eins og dag­sekt­um til að knýja á um af­hend­ingu gagna vegna slíkra at­hug­ana og skýrslu­skrifa.“

Tekið er fram í úr­sk­urðinum, að þrátt fyr­ir að það sé hlut­verk eft­ir­lits­ins að birta skýrsl­ur í kjöl­far at­hug­ana sinna og grípa eft­ir at­vik­um til aðgerða til þess að stuðla að virkri sam­keppni, þá geti slík­ar skýrsl­ur ekki grund­vall­ast á samn­ingi við þriðja aðila.

Dag­sekt­ir felld­ar úr gildi

Í úr­sk­urði áfrýj­un­ar­nefnd­ar seg­ir að öllu virtu hafi skil­yrði 38. gr. sam­keppn­islaga um álagn­ingu dag­sekta ekki verið upp­fyllt. „Niðurstaða áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála [er] að fella beri úr gildi hina kærðu ákvörðun.“

Í áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála sitja Björn Jó­hann­es­son formaður, Anna Krist­ín Trausta­dótt­ir og Krist­ín Bene­dikts­dótt­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina