Dóttir Charlie Sheen ætlar í brjóstastækkun

Sami Sheen.
Sami Sheen. Skjáskot/Instagram

Sami Sheen, dótt­ir fyrr­ver­andi leik­ara­hjón­anna Charlie Sheen og Denise Rich­ards, til­kynnti á mánu­dag að hún hygðist gang­ast und­ir brjóstas­tækk­un.

Sheen greindi frá þessu í mynd­skeiði á TikT­ok og sagði að hún þyrfti að venja sig af tób­aksnotk­un fyr­ir aðgerðina, en unga On­lyF­ans-stjarn­an hef­ur verið háð nikó­tíni síðastliðin fimm ár. 

„Ég hef neytt nikó­tíns dag­lega síðastliðin fimm ár,“ sagði Sheen fram­an í mynda­vél­ina. „Ég kvíði þessu en ég hugsa að brjóstas­tækk­un muni bjarga lífi mínu af því að aðgerðin neyðir mig til þess að hætta þessu,“ sagði hin 19 ára gamla Sheen einnig. Hún viður­kenndi fyr­ir fylgj­end­um sín­um að hafa reynt að losa sig við ósiðinn og það ít­rekað en að aðgerðin væri hálf­gerð enda­stöð. 

Á síðasta ári til­kynnti Sheen að hún væri búin að stofna On­lyF­ans-reikn­ing og var það aðeins dög­um síðar sem móðir henn­ar, Denise Rich­ards, til­kynnti það sama. Sheen er með í kring­um 4000 fylgj­end­ur á síðunni en Rich­ards er með vel yfir 100.000 fylgj­end­ur.  



mbl.is