Er Cher aftur byrjuð með unga kærastanum?

Eru Alexander Edwards og Cher aftur byrjuð saman?
Eru Alexander Edwards og Cher aftur byrjuð saman? AFP

Neist­inn virðist vera kviknaður á ný á milli tón­list­ar­kon­unn­ar Cher og Al­ex­and­er Edw­ards. Þau hafa vakið mikla at­hygli í fjöl­miðlum þar sem Edw­ards er 40 árum yngri en Cher. 

Cher og Edw­ards sáust á róm­an­tísku stefnu­móti í Bever­ly Hills í Kali­forn­íu síðastliðinn föstu­dag. Á mynd­um sem birt­ust á vef Page Six má sjá parið yf­ir­gefa veit­ingastað hönd í hönd.

Í maí síðastliðnum var greint frá því að Cher og Edw­ards hefðu slitið sam­bandi sínu eft­ir að hafa verið sam­an í rúma sex mánuði. Þau byrjuðu að stinga sam­an nefj­um í nóv­em­ber 2022 og vöktu strax mikla fjöl­miðlaat­hygli, enda vek­ur ald­urs­bil í ástar­sam­bönd­um alltaf at­hygli, ekki síst ef kon­an er eldri en maður­inn. 

mbl.is