Fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafna, voru mætt með hækjurnar í Faxagarði í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsta verk­efni Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar innviðaráðherra, eft­ir mjaðmaliðaskipti sem hann gekkst und­ir í síðustu viku, var að klippa á borða í Faxag­arði í dag í til­efni þess að fyrsta skemmti­ferðaskipið var land­tengt við raf­magn í Reykja­vík.

Það var skemmti­ferðaskip frá norsku skipa­út­gerðinni Hurtigru­ten Exped­iti­ons sem fékk fyrstu land­teng­ing­una við raf­magn og af því til­efni var boðað til blaðamanna­fund­ar í Faxag­arði.

„Þetta er mjög ánægju­legt verk­efni en er um leið áminn­ing um áskor­un­ina sem við stönd­um frammi fyr­ir, sem er að tengja raf­magn sem við eig­um að eiga nóg af. Við höf­um verið að sjá ýmsa breyt­ingu á upp­bygg­ingu hafna hring­inn í kring­um landið.

Síðast á Dal­vík þá enduðum við með því að klára orku­skipt­in og fyr­ir­hugaðar eru sam­bæri­leg orku­skipti í öðrum höfn­um. Faxa­flóa­hafn­ir eru auðvitað lang­öflug­asta hafn­ar­sam­fé­lagið og geng­ur á und­an með góðu for­dæmi og er glæsi­legt fram­tak hjá þeim,“ sagði Sig­urður Ingi í sam­tali viðmbl.is.

Skemmtiferðaskipið frá Hurtigruten Expeditions er það fyrsta sem er landtengt …
Skemmti­ferðaskipið frá Hurtigru­ten Exped­iti­ons er það fyrsta sem er land­tengt við raf­magn í Reykja­vík. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Er part­ur af okk­ar loft­lags­mál­um

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, formaður stjórn­ar Faxa­flóa­hafna, sagði af þessu til­efni að þetta væri gleðidag­ur enda væru bætt loft­gæði í borg­inni eitt mik­il­væg­asta verk­efni sam­fé­lags­ins til að draga úr meng­un.

„Að þessu verk­efni standa marg­ir og þetta er búið að vera í und­ir­bún­ingi lengi. Land­teng­ing­ar hafna er risa­verk­efni og það er ekki eitt­hvað sem við ger­um ekki ein og ger­ist alls ekki að sjálfu sér. Þetta ger­ist með lang­tíma hugs­un.

Við höf­um lagt mikla áherslu að þetta er part­ur af okk­ar loft­lags­mál­um og okk­ar loft­lags­mark­miðum og við erum al­veg með skýra stefnu um það hjá Faxa­flóa­höfn­um hvert við erum að fara. Leiðin er löng en hún er vörðuð litl­um skref­um eins og meðal ann­ars hér í dag,“ sagði Þór­dís Lóa.

Mark­ar ákveðin tíma­mót

Gunn­ar Tryggva­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna, seg­ir að land­teng­ing­in marki ákveðin tíma­mót.

„Það eru um­hverf­is­mál­in sem við erum að huga að í dag og núna erum við að tengja skemmti­ferðaskip í fyrsta skipti við raf­magn í okk­ar höfn­um. Þetta mark­ar ákveðin tíma­mót þótt við höf­um land­tengt stærra skip því í des­em­ber í fyrra tók­um við í notk­un land­teng­ingu stærstu frakt­skip­ana sem Eim­skip ger­ir út frá Sunda­bakka.

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur sett skil­yrði fyr­ir hafn­ir eins og okk­ar að við verðum til­bú­in með land­teng­ing­ar fyr­ir öll skip fyr­ir árið 2030 en við ætl­um að reyna að gera bet­ur en það,“ sagði Gunn­ar.

Næsta skref verður risa­stórt

Hverju breyt­ir þetta?

„Þetta breyt­ir því að þetta skip þarf ekki að brenna neinni olíu meðan það er í höfn­inni og á ekki að losa neitt, hvorki loft­meng­andi efni né gróður­húsalof­teg­und­ir. Aðallega er þetta loft­gæðamál og þar að leiðandi á ekki að ber­ast nein meng­un inn í borg­ina. Við erum að nota græna raf­magnið okk­ar til að kynda skip­in. Við ætlðuðum að vera búin að þessu í vor en það tókst ekki af tækni­leg­um ástæðum,“ sagði Gunn­ar við mbl.is.

„Þetta er fyrsta skrefið í land­teng­ingu skemmti­ferðaskipa. Við erum á fullu í öðrum geir­um. Það er eitt­hvað í næsta skref sem er risa­stórt við Skarfa­bakk­ann. Það er tíu sinn­um stærra og erum að vinna að því með Veit­um. Það er kostnaðarsamt og tek­ur tíma. Ég er að sjá fyr­ir mér að það taki þrjú ár,“ sagði Gunn­ar enn­frem­ur.

mbl.is