MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa

Níu laxar voru háfaðir úr teljarahólfinu í laxastiganum í Blöndu …
Níu laxar voru háfaðir úr teljarahólfinu í laxastiganum í Blöndu fyrir um tveimur vikum. Þeir er allir af eldisuppruna. Víða í laxveiðiám er svipaða sögu að segja. Ljósmynd/Guðmundur Haukur

Mat­væla­stofn­un hef­ur farið fram á op­in­bera rann­sókn vegna meintra brota Arctic Sea Farm ehf. á lög­um um fisk­eldi eft­ir að til­kynnt var um tvö göt á kví fyr­ir­tæk­is­ins við Kvíg­ind­is­dal í Pat­reks­firði.

Arctic Sea Farm til­kynnti um göt­in 20 ág­úst, en síðan þá hef­ur verið greint frá fjölda til­vika þar sem staðfest hef­ur verið að um lax frá kví­un­um hafi fund­ist í fjöl­mörg­um laxveiðiám.

Nýr raunveruleiki við íslenskar laxveiðiár. Norskir kafarar leita að norskættuðum …
Nýr raun­veru­leiki við ís­lensk­ar laxveiðiár. Norsk­ir kafar­ar leita að nor­skættuðum eld­islaxi í Langa­dalsá. Þar reyna þeir að skutla eld­islaxa. Ljós­mynd/​Sig­urður Þor­valds­son

Lög­regl­an rann­sak­ar málið

Í til­kynn­ingu MAST seg­ir að sam­kvæmt lög­um um fisk­eldi varði það stjórn­ar­mönn­um og fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar­leyf­is­hafa sekt­um eða fang­elsi allt að tveim­ur árum ef sak­ir eru mikl­ar, ef eld­is­fisk­ur slepp­ur úr fisk­eld­is­stöð þar sem um­búnaði við fisk­eldið hef­ur verið áfátt vegna at­hafna eða at­hafna­leys­is, hvort sem brotið er af ásetn­ingi eða gá­leysi.

Lög­regl­an á Vest­fjörðum hef­ur málið til meðferðar sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

mbl.is