Telur mynd MAST ekki standast skoðun

Segir Árni að MAST hafi metið dýrið hvað eftir annað …
Segir Árni að MAST hafi metið dýrið hvað eftir annað í góðu skotfæri, sem ekki standist þar sem spil hvalbátsins var fast, lína tengd við dýrið og án slaka sem staðfesti að skotfærið hafi alltaf verið hið sama. mbl.is/Eyþór

„Aug­ljóst má hverj­um vera sem hef­ur verið til sjós eða hef­ur ein­hverja reynslu af aðbúnaði á veiðiskip­um að sú mynd sem MAST dreg­ur upp af at­vik­inu stenst ekki gagn­rýna skoðun,“ seg­ir Árni Sverris­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, í aðsendri grein sem birt er í Morg­un­blaðinu í dag.

Þar vís­ar Árni til tíma­bund­ins banns sem Mat­væla­stofn­un, MAST, lagði við veiðum Hvals 8 vegna at­viks sem varð við hval­veiðar þann 7. sept­em­ber sl. vegna „al­var­legra brota á vel­ferð dýra við veiðar á langreyði“, eins og kom­ist var að orði í frétta­til­kynn­ingu.

Seg­ir Árni að MAST hafi metið dýrið hvað eft­ir annað í góðu skot­færi, sem ekki stand­ist þar sem spil hval­báts­ins var fast, lína tengd við dýrið og án slaka sem staðfesti að skot­færið hafi alltaf verið hið sama.

„Af hverju stofn­un­in mátti svo eng­an tíma missa til að taka ákvörðun sína og bás­úna síðan full­yrðing­ar um lög­brot í fjöl­miðlum með til­heyr­andi ærum­issi fyr­ir þá sem í hlut eiga?“ spyr Árni Sverris­son í grein­inni.

Grein­ina má lesa í Morg­un­blaðinu í dag, þriðju­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: