Matvælastofnun (MAST) hefur sent bréf til Hvals hf þar sem aflétting á tímabundnu veiðibanni Hvals 8, er boðuð með skilyrðum.
Í tilkynningu á vef MAST segir að stofnunin hafi lokið rannsókn á frávikum við veiðar Hvals 8 á langreyð sem leiddi til tímabundinnar stöðvunar.
Afléttingin er sem áður segir skilyrðum háð og eru þau eftirfarandi:
Í tilkynningu MAST segir að nauðsynlegt sé að uppfylla skilyrðin áður en veiðar Hvals 8 geti hafist á nýjan leik.
Þá er enn til skoðunar hvort að stjórnvaldssekt verði lögð á vegna málsins. Mun stofnunin áfram fylgjast með framkvæmd veiða og grípa til aðgerða ef önnur alvarleg frávik koma upp.