Boða afléttingu á veiðibanni með skilyrðum

Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Júlíus

Mat­væla­stofn­un (MAST) hef­ur sent bréf til Hvals hf þar sem aflétt­ing á tíma­bundnu veiðibanni Hvals 8, er boðuð með skil­yrðum.

Í til­kynn­ingu á vef MAST seg­ir að stofn­un­in hafi lokið rann­sókn á frá­vik­um við veiðar Hvals 8 á langreyð sem leiddi til tíma­bund­inn­ar stöðvun­ar.

Aflétt­ing­in er sem áður seg­ir skil­yrðum háð og eru þau eft­ir­far­andi:

  • Skotæf­ing á sjó þar sem sýnt er fram á hæfni skyttu.
  • Upp­færsla á verklags­regl­um þar sem tekið verður mið af at­huga­semd­um beggja eft­ir­lits­stofn­anna, Mat­væla­stofn­un­ar og Fiski­stofu. Breyt­ing­arn­ar verða að vera samþykkt­ar af báðum eft­ir­lits­stofn­un­um og kynnt­ar á full­nægj­andi hátt fyr­ir áhöfn­um Hvals 8 og 9.

Í til­kynn­ingu MAST seg­ir að nauðsyn­legt sé að upp­fylla skil­yrðin áður en veiðar Hvals 8 geti haf­ist á nýj­an leik. 

Þá er enn til skoðunar hvort að stjórn­valds­sekt verði lögð á vegna máls­ins. Mun stofn­un­in áfram fylgj­ast með fram­kvæmd veiða og grípa til aðgerða ef önn­ur al­var­leg frá­vik koma upp.

mbl.is