Fleiri en 60 mögulegir strokulaxar til viðbótar

Patreksfjörður Mikið er um að vera við sjóeldið. Starfsmenn á …
Patreksfjörður Mikið er um að vera við sjóeldið. Starfsmenn á fjölda vinnubáta eru að störfum. Bæði fyrirtækin hafa leyfi í firðinum mbl.is/Ágúst Ingi

Yfir 60 mögu­leg­ir strokulax­ar hafa borist Haf­rann­sókna­stofn­un til grein­ing­ar frá veiðimönn­um og Fiski­stofu frá síðustu niður­stöðum 8. sept­em­ber og hafa yfir 20 þeirra borist stofn­un­inni í gær og í dag.

Öllum sýn­um hef­ur verið komið í erfðagrein­ing­ar hjá Mat­væla­stofn­un utan eins sýn­is sem barst úti­búi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á Ak­ur­eyri úr meint­um eld­islaxi úr Fnjóská, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Staðir þar sem staðfestir eða mögulegir strokulaxar hafa veiðst og …
Staðir þar sem staðfest­ir eða mögu­leg­ir strokulax­ar hafa veiðst og stöðu grein­inga þeirra. Kort/​Haf­rann­sókna­stofn­un

Síðast var greint frá niður­stöðum grein­ing­ar 8. sept­em­ber á vef Mat­væla­stofn­un­ar og var þá búið að greina 27 strokulaxa. Í öll­um til­vik­um var um strokulaxa úr kví Arctic Sea Farm í Pat­reks­firði að ræða.

Feng­ust þess­ir 27 lax­ar í Pat­reks­firði (6), Örlygs­höfn (2), Sunn­dalsá (6), Mjólká (1), Laug­ar­dalsá (1), Ísa­fjarðará (1), Selá í Ísa­fjarðar­djúpi (2), Miðfjarðará (1), Hóp­inu (1), Víðidalsá (1), Vatns­dalsá (3), Laxá í Döl­um (1) og Staðar­hólsá/​Hvolsá (1).

Þakka veiðimönn­um

„Í kjöl­far frétta um göt á eldisk­ví og göng­ur strokulaxa í ár hvatti Haf­rann­sókna­stofn­un stang­veiðimenn til að koma löx­um með mögu­leg eldis­ein­kenni í grein­ingu hjá stofn­un­inni. Haf­rann­sókna­stofn­un þakk­ar öll­um þeim sem hafa komið með fiska í grein­ingu og látið vitað af þeim sem eru á leiðinni,“ seg­ir í til­kynn­ingu Haf­rann­sóknatsofn­un­ar.

Þar er jafn­framt bent á að áfram sé hægt að skila inn mögu­leg­um stroku­löx­um til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar eða Fiski­stofu. Til­gang­ur þess að að sliku áfram er að svo hægt verði að „fá sem besta mynd af um­fangi eld­islaxa í ám og dreif­ingu þeirra.“

mbl.is