Fóru ekki að stjórnarsáttmála

Sameiginleg bókun sjö fulltrúa sjávarútvegs og stéttarfélaga í sjávarútvegi til …
Sameiginleg bókun sjö fulltrúa sjávarútvegs og stéttarfélaga í sjávarútvegi til matvælaráðherra fer hörðum orðum um vinnubrögð við gerð skýrslunnar Auðlindin okkar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Full­trú­ar sjö fé­laga og stétt­ar­fé­laga í sjáv­ar­út­vegi segja „margt mis­ráðið“ við vinnslu skýrsl­unn­ar Auðlind­in okk­ar, sem gerð var að beiðni Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi þar sem vak­in er at­hygli á bók­un þess­ara sjö fé­laga á fundi sam­ráðsnefnd­ar um sjáv­ar­út­vegs­stefnu. 

Segja fé­lög­in að nefnd­in sem gerði skýrsl­una hafi ekki farið að stjórn­arsátt­mála Vinstri grænna, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar. En í stjórn­arsátt­mál­an­um kem­ur fram að skýrsla eigi að vera unn­in til að meta áskor­an­ir og tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi og meðal ann­ars bera sam­an stöðuna hér og er­lend­is og leggja fram til­lög­ur til að há­marka mögu­leika Íslend­inga til frek­ari ár­ang­urs og sam­fé­lags­legr­ar sátt­ar.

„Efnis­tök þeirr­ar skýrslu sem nú ligg­ur fyr­ir leiða í ljós að ekki var farið að stjórn­arsátt­mála. Alþjóðleg­ur sam­an­b­urður fór ekki fram, mat á þjóðhags­leg­um ávinn­ingi er tak­markað og mik­il­væg­ir þætt­ir í sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs fá enga rýni,“ seg­ir meðal ann­ars í bók­un fé­lag­anna sem eru: 

Full­trú­ar Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Starfs­greina­sam­bands Íslands, Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, Sjó­manna­sam­bands Íslands og Sam­taka smærri út­gerða.

Fóru með rangt mál

Í bók­un fé­lag­anna, sem hef­ur verið send á Svandísi, er ásakað ákveðna skýrslu­höf­unda um að fara með rangt mál í ákveðnum köfl­um skýrsl­unn­ar. Gera fé­lög­in sér­staka at­huga­semd við 9. kafla skýrsl­unn­ar um til­raun með leigu afla­hlut­deild­ar á markaði, sem er ritaður af Daða Má Kristó­fers­syni og Gunn­ari Tryggva­syni. 

„Staðhæft er að um­fjöll­un þessi og kynn­ing sömu aðila fyr­ir sam­ráðsnefnd, hafi verið „að beiðni sam­ráðsnefnd­ar“. Það er rangt. Kynn­ing og um­fjöll­un þess­ara aðila voru ekki born­ar sér­stak­lega und­ir sam­ráðsnefnd. Um­fjöll­un þeirra er því al­farið á ábyrgð ráðherra.

Þá er öll um­fjöll­un í 18. kafla (Fjár­mögn­un aðgerða), 19. kafla (Vanga­velt­ur um sátt um sjáv­ar­út­veg), viðauka 1 (Veiðigjöld – saga, út­færsla og mat á áhrif­um) og viðauka 4 (álits­gerð varðandi setn­ingu auðlinda­ákvæðis í stjórn­ar­skrá) sama marki brennd. Þau mál, þó mik­il­væg séu, komu aldrei til um­fjöll­un­ar í sam­ráðsnefnd,“ seg­ir í bók­un­inni.

Til­lög­urn­ar varla til þess falln­ar að vera far­sæl­ar

Farið er um víðan völl í bók­un fé­lag­anna og kveða fé­lög­in það „um­hugs­un­ar­efni að 60 bráðabirgðatil­lög­ur hafi verið sett­ar fram áður en niður­stöður lágu fyr­ir um stöðu ís­lensks sjáv­ar­út­vegs í alþjóðleg­um sam­an­b­urði“ og að það sé ljóst að „ef ekki ligg­ur fyr­ir hvar skó­inn kreppi í sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs, verður vart unnt að setja fram far­sæl­ar til­lög­ur til að bæta úr.

Bók­un­in seg­ir einnig að ekki hafi verið farið í viðun­andi efn­is­leg­ar rann­sókn­ir og umræður um áhrif loka­til­lag­anna eða á mögu­leg­um út­færsl­um, þrátt fyr­ir að loka­til­lög­urn­ar byggi á áður­nefnd­um bráðabirgðatil­lög­um. 

„Þá er í veru­leg­um atriðum enn óljóst hvernig ein­stak­ar loka­til­lög­ur verða að end­ingu út­færðar.“

Niðurstaða skýrsl­unn­ar beri merki um van­kanta við vinnslu

Í bók­un­inni er svo tekið fram að sam­ráðsnefnd­in sé ekki sú nefnd sem vísað sé til í stjórn­arsátt­mála. Sam­ráðsnefnd­in hafi ekki haft neitt for­ræði á efnis­tök­um skýrsl­unn­ar, til­lög­um né út­færslu ein­staka til­lagna. 

„Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er burðarstólpi í ís­lensku efna­hags­lífi. Af þeim sök­um var mik­il­vægt að stefnu­mót­un, sem miðaði að því að treysta mik­il­vægt fram­lag at­vinnu­grein­ar­inn­ar til lífs­kjara og ná auk­inni sátt, tæk­ist vel. Tek­in var ákvörðun um að halda hagaðilum, með mikla þekk­ingu á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu, veiðum, vinnslu og ann­arri starf­semi inn­an virðiskeðju sjáv­ar­út­vegs, að mestu utan við þessa vinnu. Það verður að telj­ast mis­ráðið og niðurstaðan ber þess merki.

Virðing­ar­fyllst,
Arn­ar G. Hjaltalín, Starfs­greina­sam­band Íslands
Árni Sverris­son, Fé­lag skip­stjórn­ar­manna
Guðmund­ur Helgi Þór­ar­ins­son, VM–Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi
Ólaf­ur Helgi Marteins­son, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi
Val­mund­ur Val­munds­son, Sjó­manna­sam­band Íslands
Örvar Marteins­son, Sam­tök smærri út­gerða“

mbl.is