Laxar skutlaðir í Miðfirði og Refasveit

Annar norsku kafaranna gerir sig líklegan til að skoða næsta …
Annar norsku kafaranna gerir sig líklegan til að skoða næsta hyl í Vesturá í Miðfirði. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Marg­vís­leg­ar björg­un­araðgerðir standa nú yfir víða um Vest­an og Norðan­vert landið og jafn­vel víðar þar sem veiðifé­lög og leigu­tak­ar ásamt starfs­mönn­um á þeirra veg­um leita allra leiða til fanga eld­islaxa sem gengið hafa í fjöl­marg­ar ár. Norska kafarat­eymið sem nú er að störf­um hef­ur náð góðum ár­angri. Í morg­un skutluðu þeir átta eld­islaxa í Laxá í Refa­sveit og voru síðdeg­is komn­ir í Miðfjarðará og voru þar bún­ir að skutla sjö eld­islaxa í Vesturá, síðast þegar Sporðaköst fréttu.

Þeir náðu sex löxum í Vesturánni á meðan að Sporðaköst …
Þeir náðu sex löx­um í Vesturánni á meðan að Sporðaköst fylgd­ust með. Hér er verið að koma ein­um eld­islax­in­um á þurrt. Ljós­mynd/​Eggert Skúla­son

Í gær fóru þeir í Búðar­dalsá og sáu þar tvo eld­islaxa sem þeir náðu ekki. Áin var mik­il og eld­islax­arn­ir forðuðu sér í hvít­fyssi þar sem kafar­arn­ir höfðu nán­ast ekk­ert skyggni. Þeir töldu 118 villta laxa í ánni.

Í Flekku­dalsá urðu þeir ekki var­ir við eld­islax. En eins og fyrr seg­ir héldu þeir í Laxá í Refa­sveit í morg­un og sáu þar átta eld­islaxa sem þeir náðu öll­um með skut­ul­byss­un­um.

Skyggni þarf að vera gott til að þeir nái árangri. …
Skyggni þarf að vera gott til að þeir nái ár­angri. All­ir eru þetta reynslu­mikl­ir kafar­ar á þessu sviði og hafa skotið eld­islaxa árum sam­an í Nor­egi. Ljós­mynd/​Eggert Skúla­son

Í Miðfjarðará byrjuðu þeir að skoða Tún­hyl í Vesturá. Þar höfðu sést grun­sam­leg­ir lax­ar en kafar­arn­ir sáu bara villta laxa. Nokkru neðar í ánni, eða neðan við Kistu­foss fóru þeir út í. Þar urðu þeir fljót­lega var­ir við eld­islaxa og fæld­ust þeir niður í Myrk­hyl sem er nokkru neðar. Þar náðu tveir kafar­ar þrem­ur löx­um eft­ir dágóðan elt­inga­leik. Enn neðar náðu þeir svo þrem­ur löx­um til viðbót­ar og var það ærin fyr­ir­höfn. Þegar Sporðaköst yf­ir­gáfu vett­vang­inn var enn verið að elt­ast við laxa sem norsku sér­fræðing­arn­ir töldu eng­an vafa leika á að væru eld­islax­ar.

Þorsteinn Helgason formaður Veiðifélags Miðfjarðarár tekur við enn einum laxinum …
Þor­steinn Helga­son formaður Veiðifé­lags Miðfjarðarár tek­ur við enn ein­um lax­in­um frá kafara. Þeir segja lax­ana auðþekkj­an­lega. Ljós­mynd/​Eggert Skúla­son

Miðfjarðará er mikið vatna­svæði og gæti tekið tíma að leita lík­leg­ustu staðina. Einn kafar­inn var las­inn í morg­un og gátu því bara tveir kafað. Þetta teymi lýk­ur störf­um í lok viku en í beinu fram­haldi kem­ur nýtt teymi til áfram­hald­andi rekköf­un­ar til að hreinsa upp þá eld­islaxa sem finn­ast.

Víða eru veiðifé­lög að bregðast við eins og hægt er. Loka laxa­stig­um og reyna að koma auga á eld­islaxa sem leyn­ast inn­an um villta lax­inn.

Klárir í slaginn. Þeir byrjuðu í Túnhyl en fundu ekki …
Klár­ir í slag­inn. Þeir byrjuðu í Tún­hyl en fundu ekki eld­islaxa þar. Það var hins veg­ar tölu­vert af hon­um neðar í Vesturánni. Ljós­mynd/​Eggert Skúla­son

Kafar­arn­ir sem nú eru að störf­um hafa mikla reynslu af verk­efn­um sem þess­um. Aðspurðir hvort þess­ir lax­ar gætu verið að ganga fram eft­ir hausti og inn í vet­ur­inn sögðust þeir ekki geta svarað því. Hins veg­ar upp­lýstu þeir að sam­kvæmt sinni reynslu hegðuðu þess­ir fisk­ar sér alla­vega. Gengu jafn­vel upp í árn­ar þó að langt væri í hrygn­ingu og stór hluti þeirra hegðaði sér ekki eins villti lax­inn.

Eldislax úr Blöndu var keyrður til Hafrannsóknastofnunar í morgun. Um …
Eld­islax úr Blöndu var keyrður til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í morg­un. Um þrjá­tíu eld­islax­ar til rann­sókn­ar. Ljós­mynd/​GHJ

Þetta eru nagl­ar. Skiptu um fatnað úti í haustkuld­an­um og sögðust geta kafað sam­fellt í átta klukku­stund­ir ef þess þyrfti. Í Miðfirðinum var eina hjálp­ar­efnið sem þeir notuðu barna­ol­ía sem ger­ir þeim auðveld­ara að kom­ast í og úr blaut­bún­ingn­um. Skut­ul­byss­urn­ar eru öfl­ug­ar og virka með svipuðu hætti og lás­bog­ar. Teygja er notuð til að skjóta ör­inni sem er úr stáli. Erfitt get­ur verið að hitta lax­ana, sér­stak­lega þegar er straum­ur og þeir ókyrr­ir. En þeir gáf­ust ekki upp og eltu lax­ana ít­rekað milli hylja þar til þeir náðu þeim.

Viðastadd­ir rekköf­un­ina voru Þor­steinn Helga­son, formaður veiðifé­lags­ins og leigutaki ár­inn­ar, Rafn Val­ur Al­freðsson ásamt starfs­manni Fiski­stofu og fleiri aðilum. Fyr­ir­hugað er að halda áfram að leita eld­islaxa í Miðfjarðará á morg­un.

Guðmund­ur Hauk­ur Jak­obs­son, vara­formaður Veiðifé­lags Blöndu og Svar­tár kom við hjá Haf­rann­sókna­stofn­un í morg­un og skilaði af sér ríf­lega þrjá­tíu löx­um sem hafa verið háfaðir í laxa­stig­an­um í Blöndu síðustu daga. Ríf­lega fjöru­tíu eld­islax­ar hafa verið háfaðir þar.

Greint var frá því á sam­fé­lags­miðlum í dag að eld­islax hefði veiðst í Kálfa, sem renn­ur í Þjórsá. Það er mikið ferðalag sem sá fisk­ur hef­ur lagt á sig og ef hann reyn­ist hluti af slepp­ing­unni frá Arctic Fish er ljóst að eng­in á er óhult fyr­ir þess­um stroku­löx­um. Grein­ing á Kálfár­lax­in­um mun ekki liggja fyr­ir fyrr en eft­ir nokk­urn tíma.

mbl.is