Loftslagsváin „opnað gáttina til helvítis“

Antonio Guterres á ráðstefnunni fyrr í dag.
Antonio Guterres á ráðstefnunni fyrr í dag. AFP/Bryan R. Smith

Ant­onio Guter­res, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir að fíkn leiðtoga heims­ins í jarðefna­eldsneyti hafi „opnað gátt­ina til hel­vít­is”.

Þetta kom fram í opn­un­ar­ávarpi Guter­res á lofts­lags­ráðstefnu þar sem full­trú­ar Kína og Banda­ríkj­anna, sem menga mest í heim­in­um, voru fjar­ver­andi.

Þrátt fyr­ir sí­fellt meiri öfga í veðurfari og hvert metið á fæt­ur öðru þegar kem­ur að hita­stigi hef­ur út­blást­ur gróður­húsaloft­teg­unda haldið áfram að aukast, á sama tíma og olíu- og gas­fyr­ir­tæki skila mikl­um hagnaði.

Guter­res hef­ur heitið því að „ekk­ert múður” verður við lýði á „Ráðstefnu metnaðar í lofts­lags­mál­um” sem fer fram í New York. Leiðtog­ar eiga að til­kynna ná­kvæm­lega hvaða aðgerðir þarf að ráðast í til að tækla lofts­lags­vand­ann með hliðsjón af Par­ís­arsátt­mál­an­um.

Heim­ur með hreinu lofti enn mögu­leg­ur

Í ræðu sinni sagði hann að á þessu ári hafi verið „hrylli­leg­ur hiti” og „sögu­leg­ir eld­ar” en bætti við: „Framtíðin er ekki meitluð í stein. Leiðtog­ar eins og þið eigið að skrifa hana,” sagði hann.

„Við get­um enn tak­markað hækk­un hita­stigs jarðar við 1,5 gráður. Við get­um enn búið til heim með hreinu lofti, græn­um störf­um og hreinni orku á viðráðan­legu verði fyr­ir alla.”

Guter­res tók fram að á ráðstefn­unni mættu aðeins stíga í pontu þeir leiðtog­ar sem hefðu búið til skýr­ar áætlan­ir til að draga úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda.

mbl.is