Mál Hvals áfram til meðferðar hjá MAST

Hvalur 8 og 9 á siglingu.
Hvalur 8 og 9 á siglingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sér­fræðing­ar Mat­væla­stofn­un­ar (MAST) rýna nú úr­bæt­ur Hvals hf. og svör við frek­ari spurn­ing­um stofn­un­ar­inn­ar er vörðuðu þau atriði sem fóru úr­skeiðis við veiðar á langreyði sem var veidd 7. sept­em­ber síðastliðinn.

Þegar MAST hef­ur lokið rýni verður tek­in ákvörðun um hvort tíma­bund­inni stöðvun á veiðum Hvals 8 verði aflétt og þá með eða án tak­mark­ana, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef MAST. 

„Mat­væla­stofn­un hef­ur af­hent þeim fjöl­miðlum sem þess óskuðu, gögn vegna ákvörðunar stofn­un­ar­inn­ar um tíma­bundna stöðvun veiða Hvals 8. Starfs­menn Mat­væla­stofn­un­ar og Fiski­stofu fóru í vett­fangs­ferð í Hval­fjörð þann 18. sept­em­ber þar sem veiðibúnaður var tek­inn út og fylgst var með og tíma­mæld end­ur­hleðsla skutla, auk þess sem fylgst var með að skotið væri í mark frá Hval 8.

Sér­fræðing­ar Mat­væla­stofn­un­ar rýna nú úr­bæt­ur fyr­ir­tæk­is­ins og svör við frek­ari spurn­ing­um stofn­un­ar­inn­ar er vörðuðu þau atriði sem fóru úr­skeiðis við veiðar á langreyði sem var veidd 7. sept­em­ber síðastliðinn. Þegar Mat­væla­stofn­un hef­ur lokið rýni verður tek­in ákvörðun um hvort tíma­bund­inni stöðvun á veiðum Hvals 8 verði aflétt og þá með eða án tak­mark­ana,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is