„Þessi úrskurður kom okkur á óvart“

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Viðbrögð Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins eru þau að það mun hefja nýja at­hug­un á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi á öðrum fjár­hags­leg­um grunni,” sagði Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, við mbl.is þegar leitað var eft­ir viðbrögðum hans um úr­sk­urð áfrýj­un­ar­nefnd­ar um að dag­sekt­ir Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim hf. séu ólög­leg­ar.

„Þessi samn­ing­ur við mat­vælaráðuneytið var viðleitni okk­ar til þess að bregðast við þeirri stöðu sem eft­ir­litið hef­ur búið við, það er að segja að vera þröng­ur stakk­ur bú­inn og þessi samn­ing­ur gerði okk­ur kleift að hefja at­hug­un sem mundi ljúka á þessu ári. Nú ligg­ur bara fyr­ir að áfrýj­un­ar­nefnd tel­ur að þessi leið sé ekki fær með þeim hætti sem hún var far­in og þá blas­ir bara við okk­ur að hefja at­hug­un­ina að nýju á öðrum fjár­hags­leg­um grunni sem þýðir að Sam­keppnis­eft­ir­litið mun þá ekki ljúka mál­inu á þessu ári,” seg­ir Páll. 

Fram kom í til­kynn­ingu frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu í dag að gengn­um úr­sk­urði áfrýj­un­ar­nefnd­ar lít­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið svo á að for­send­ur séu brostn­ar fyr­ir samn­ingi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins við mat­vælaráðuneytið og mun óska eft­ir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. 

Mun­um una þess­um úr­sk­urði

Hygg­ist þið una þess­ari niður­stöðu áfrýj­un­ar­nefnd­ar eða höfða mál til ógild­ing­ar til dóm­stóla eins og lög kveða á um að hægt sé að gera? 

„Við get­um vísað þessu til dóm­stóla en við mun­um hins veg­ar una þess­um úr­sk­urði og hefja þessa at­hug­un sem við höf­um lengi talið þörf á, án þessa samn­ings og án þeirr­ar fjár­mögn­un­ar sem í hon­um fólst. Það er baga­legt fyr­ir eft­ir­litið en það er eitt­hvað sem við mun­um að sjálf­sögðu taka upp við fjár­veit­inga­valdið eins og annað,” seg­ir Páll Gunn­ar. 

Hverju svar­ar þú orðum Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brim hf. Um  að Sam­keppnis­eft­ir­litið verði að virða lög til að halda trú­verðguleika? 

„Við telj­um okk­ur hafa verið að gera það og þessi úr­sk­urður kom okk­ur á óvart. Við mun­um bara hefja þessa at­hug­un að nýju og afla gagna frá þess­um fyr­ir­tækj­um. Það er ekk­ert breytt hvað það varðar að öðru leyti en því að hún mun að öll­um lík­ind­um taka lengri tíma.” 

Ráðuneytið var að sinna hlut­verki sínu

Páll Gunn­ar seg­ir að málið verði tekið upp með mat­vælaráðuneyt­inu á næstu dög­um hvernig leyst verði úr samn­ingn­um. 

„Þetta var liður í viðleitni okk­ar til þess að skapa eft­ir­lit­inu fjár­hags­legt svig­rúm til þess að fara í þetta og ráðuneytið var að sinna hlut­verki sínu og sjá til þess að eft­ir­lits­stofn­an­ir á þessu sviði gætu upp­fyllt lög­bundið hlut­verk sitt en við mun­um ræða þessi mál við ráðuneytið,” seg­ir Páll. 

Verður gögn­um og greiðslum skilað til baka? 

„Við mun­um bara ræða það við ráðuneytið hvernig við leys­um upp úr þess­um samn­ingi. Hvað gögn­in varðar þá stend­ur það sem við segj­um í til­kynn­ing­unni. Það verður haf­in ný at­hug­un og  gefið aðilum færi á því að afla eða bæta við gögn­um sem þegar hafa verið send. Við mun­um huga að því á næstu dög­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina