Segir hvorki SKE né ráðuneytið segja ósatt

„Þegar Ráðuneytið ráðuneytið mitt hafði samband við Fiskistofu og [SKE], …
„Þegar Ráðuneytið ráðuneytið mitt hafði samband við Fiskistofu og [SKE], hafði eftirlitið þegar ráðgert að ráðast í slíka athugun,“ sagði Svandís í svari við fyrirspurn Sigmundar. Samsett mynd mbl.is/Árni Sæberg/Hákon

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra seg­ir að Sam­keppnis­eft­ir­litið (SKE) hafi þegar verið búið að ákveða að ráðast í at­hug­un á eign­artengsl­um í sjáv­ar­út­vegi þegar ráðuneytið hafði sam­band við eft­ir­litið.

Greint var frá því á mbl.is á þriðju­dag að dag­sekt­ir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim væru ólög­leg­ar og að ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá því í júlí hafi verið felld úr gildi af áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála.

Eft­ir­litið sagði í til­kynn­ingu í gær að það hafi tekið „sjálf­stæða ákvörðun að hefja at­hug­un á stjórn­un­ar- og eign­artengsl­um í sjáv­ar­út­vegi“ en aft­ur á móti hef­ur Morg­un­blaðið varpað ljósi á að sam­skipti milli Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og ráðuneyt­is í aðdrag­anda at­hug­un­ar­inn­ar bendi til þess að ráðuneytið hafi átt frum­kvæðið að at­hug­un­inni

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Miðflokks­ins, spurði því ráðherra á þing­inu í dag hvort stofn­un­in hafi átt frum­kvæði að at­hug­un­inni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Krafa um gagn­sæi há­vær meðal al­menn­ings

„Þegar ráðuneytið mitt hafði sam­band við Fiski­stofu og [Sam­keppnis­eft­ir­litið], hafði eft­ir­litið þegar ráðgert að ráðast í slíka at­hug­un,“ sagði Svandís í svari við fyr­ir­spurn Sig­mund­ar.

„Hins veg­ar kom fram hjá stofn­un­inni að vegna fjár­skorts væri ekki ljóst hvenær sú at­hug­un gæti haf­ist og þess vegna var ákveðið að ráðstafa þeim fjár­mun­um sem fyr­ir lágu í ráðuneyt­inu til verks­ins til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins með sér­stök­um samn­ingi enda er ráðuneyt­um heim­ilt að gera samn­inga á grund­velli laga um opin fjár­mál.“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra. mbl.is/​Há­kon

Þá hafi einnig verði leit­ast við að at­hug­un­in gæti nýst fleiri eft­ir­lits­stofn­un­um. Auk þess að hægt væri að byggja upp­lýs­inga­tækni­grunn svo að upp­lýs­ing­ar yrðu fyr­ir­liggj­andi í raun­tíma.

„Þá ligg­ur auðvitað fyr­ir að það verði ráðist í út­tekt sem þessa, og það er skýrt að Sam­keppnis­eft­ir­litið ætl­ar að gera það eft­ir sem áður. Krafa um gagn­sæi í sjáv­ar­út­vegi er há­vær meðal al­menn­ings og ég tel að það sé gríðarlega mik­il­vægt að auka gang­sæi og þar með skapa auk­in og bætt skil­yrði fyr­ir traust á milli al­menn­ings og sjáv­ar­út­vegs.“

Ótrú­verðugt svar

Sig­mund­ur sagði það ekki hljóma trú­verðugt að ráðherra hafi „fengið þessa furðulegu hug­mynd að beita fyr­ir sig Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu“ á sama tíma og Sam­keppnis­eflitið hafi þegar verið að velta því fyr­ir sér að fara í þessa aðgerð – aðgerð „sem hef­ur reynst ólög­mæt og frá­leit“.

„Svo er kastað fram ein­hverj­um orðum eins og gang­sæi. Hvaða gagn­sæi var í þess­ari ráðstöf­un, eða ákvörðun varðandi hval­veiðar, eða varðandi önn­ur stjórn­sýslu­mál sem hafa vakið stór­ar spurn­ing­ar hjá ráðherra að und­an­förnu,“ sagði Sig­mund­ur.

Breyt­ing­ar í fjár­lög­um til að efla grunn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins

„Ég árétta það að það sé mik­il­vægt að þess­ari út­tekt sé haldið áfram,“ sagði Svandís í svari við seinni fyr­ir­spurn. „Og er ósam­mála hátt­virt­um þing­manni að það sé furðuleg hug­mynd að auka gagn­sæi í sjáv­ar­út­vegi.“

Þá heyr­ist í Sig­mundi hrópa nokkuð til ráðherra en inni­hald yrðing­ar­inn­ar er þó óljóst.

Svandís ít­rekaði að það sé afar mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­grein­ina að gagn­sæi sé aukið og tel­ur það heppi­legt að fjár­laga­frum­varpið sé til meðferðar hjá Alþingi, „því það kann að vera að þingið sjái til­efni til þess að efla grunn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins til þess að stofn­un­in geti sinnt mik­il­væg­um verk­efn­um eins og þessu“.

mbl.is