„Það hefur sjaldan gengið betur“

Guðlaugur Birgisson er formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi og gerir …
Guðlaugur Birgisson er formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi og gerir út línubátinn Öðling SU-19 frá Djúpavogi. Hann segir stutt í gjöful mið og síðasta fiskveiðiár með þeim bestu í sögu útgerðarinnar. mbl.is/Gunnlaugur

Guðlaug­ur Birg­is­son, formaður Fé­lags smá­báta­eig­enda á Aust­ur­landi, tek­ur bros­andi á móti blaðamanni á bryggj­unni á Djúpa­vogi. Hann hef­ur ástæðu til að brosa enda gaf fisk­veiðiárið 2022/​2023 vel.

„Það hef­ur sjald­an gengið bet­ur. Meðaltúr­inn hjá okk­ur á síðasta kvóta­ári var um 11 tonn miðað við venju­lega lögn, 18 þúsund krók­ar. Það er mjög flott­ur fisk­ur hérna og þetta var lang­hæsta meðal­veiði sem við höf­um verið með. Þetta eru mjög feng­sæl mið hérna. Mér heyr­ist það vera það sama í gangi núna og jafn­vel betra þetta haust en síðasta haust. Það lít­ur út fyr­ir að þetta kvóta­ár verði þokka­legt hjá okk­ur, við erum bjart­sýn,“ seg­ir hann í viðtali sem birt var í Morg­un­blaðinu í dag.

Um borð í línu­bátn­um Öðlingi SU-19 út­skýr­ir hann hve gott er að gera út á hand­færi og línu frá Djúpa­vogi. „Við höf­um í um átta eða níu mánuði á ári mjög stór­an þorsk og þegar hann er hætt­ur að bíta á lín­una þá byrj­ar hann að bíta á hand­fær­in. Það pass­ar akkúrat að reka þetta sam­an, línu og hand­færi.“

Strandveiðarnar hafa stutt við smábátaútgerð á Austfjörðum.
Strand­veiðarn­ar hafa stutt við smá­báta­út­gerð á Aust­fjörðum. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Guðlaug­ur full­yrðir að þegar strand­veiðum var komið á hafi það stutt vel við út­gerð á svæðinu. „Þetta hjálpaði rosa­lega mörg­um, gerði þetta fýsi­legri veiðar fyr­ir alla. Á suður­fjörðunum er síðan hægt að róa á ufsa og hægt að gera það eft­ir strand­veiðar ef menn hafa áhuga.“

Guðlaug­ur bend­ir hins veg­ar á að það er ekki sömu sögu að segja af stöðunni á norður­svæði Fé­lags smá­báta­eig­enda á Aust­ur­landi. „Það fór illa með okk­ur þegar svæðis­skipt­ing [strand­veiðanna] var af­num­in. Ég held að veiðarn­ar hafi minnkað um þriðjung frá ’21. Afl­inn hef­ur farið úr tvö þúsund tonn­um niður í 1.200. Það er hel­víti mikið.“

Tel­ur hann til­efni til að gera um­bæt­ur á strand­veiðikerf­inu og bend­ir meðal ann­ars á að tryggja öll­um bát­um 48 veiðidaga svo hægt verði að stunda veiðarn­ar á hag­kvæm­ari hátt.

Ufs­inn ónýtt auðlind

Borið hef­ur á því að mörg­um hef­ur gengið frem­ur illa að ná ufsa og var tölu­vert eft­ir af afla­heim­ild­um í teg­und­inni við lok fisk­veiðiárs­ins 2022/​2023. Spurður hvort það sé erfitt að gera út á ufs­ann svar­ar Guðlaug­ur bros­andi: „Ja, það eru nú ekki all­ir sem kunna að veiða hann. Það er ekk­ert sem maður lær­ir á ein­um degi, það er bara þannig. Þetta er kúnst.“

Hvert er leynd­ar­málið sem skil­ar ár­angri í ufsa­veiðum?

„Það er nú at­vinnu­leynd­ar­mál,“ svar­ar Guðlaug­ur og skell­ir upp úr. „Nei, nei, það eru bara fá svæði sem gefa hann og svo er það þetta að ná hon­um upp úr sjó, það er ekki sjálf­gefið. Það er ekki alltaf sem það tekst en þegar það tekst þá ertu í góðum mál­um. Ufsa­kvót­inn brenn­ur inni ár eft­ir ár, al­veg óhemju­mikl­ar heim­ild­ir. Þetta er auðvitað frá­bært fyr­ir smá­báta, það ætti bara að siga flot­an­um á þetta. Þetta er flökku­stofn sem er ónýtt auðlind á Íslandi og er mest nýtt í teg­unda­til­færsl­ur og brask.“

Viðtalið við Guðlaug má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: