Lilja tjáir sig ekki um SKE

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, viðskipta- og menn­ing­ar­ráðherra tjá­ir sig ekki um ólög­mæt­ar dag­sekt­ir Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins (SKE) á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­t­kæði Brim. Málið er í skoðun í ráðuneyt­inu.

„Ég tjái mig ekki um það fyrr en það er búið að skoða það frek­ar. En það er í skoðun,“ sagði Lilja í sam­tali við mbl.is, stuttu eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un. Málið var á dag­skrá fund­ar­ins.

Svo sem frá hef­ur verið greint hef­ur áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála fellt úr gildi ólög­mæt­ar dag­sekt­ir sem eft­ir­litið lagði á Brim, í tengsl­um við at­hug­un á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi.

Sekt­in var ólög­mæt sök­um þess að samn­ing­ur SKE við mat­vælaráðuneytið um téða rann­sókn sam­ræm­ist ekki hlut­verki eft­ir­lits­ins sem því er fengið í sam­keppn­is­lög­um.

Í ljósi ólög­mæti sekt­anna, krefst sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið G. Run. nú þess að SKE af­hendi fyr­ir­tæk­inu öll þau gögn og upp­lýs­ing­ar sem það hef­ur látið eft­ir­lit­inu í té vegna at­hug­un­ar­inn­ar.

Þá hafa Sam­tök at­vinnu­lífs­ins einnig sagt að eft­ir­litið verði að gæta meðal­hófs.

mbl.is