Rami Malek hefur fundið ástina á ný

Rami Malek virðist hafa fundið ástina á ný.
Rami Malek virðist hafa fundið ástina á ný. AFP/Henry Nicholls

Leik­ar­arn­ir Rami Malek og Emma Corr­in eru nýj­asta parið í Hollywood, en sög­ur­sagn­ir um meinta róm­an­tík milli þeirra hafa verið á kreiki í nokkra mánuði. 

Malek og Corr­in staðfestu orðróm­inn með sjóðheit­um kossi í Lund­ún­um sem náðist á mynd hjá Daily Mail. Í júlí síðastliðnum náðust mynd­ir af þeim í djúp­um sam­ræðum á Bruce Springsteen tón­leik­um í Lund­ún­um, en síðan þá hafa þau sést sam­an á íþrótta­leikj­um, veit­inga­hús­um og á göngu um borg­ina. 

Malek var áður með Lucy Boyt­on, en þau voru sam­an í rúm­lega fimm ár. Þau héldu sam­bands­slit­um sín­um fjarri fjöl­miðlum og því vöktu mynd­ir af Malek og Cor­ren mikla at­hygli. 

Corrin og Malek á tennisleik.
Corr­in og Malek á tenn­is­leik. AFP
mbl.is