Fær sér sítrónu- og sellerísafa á morgnana

Hollt og heilnæmt fæði er í fyrsta sæti hjá Hildi …
Hollt og heilnæmt fæði er í fyrsta sæti hjá Hildi Ómars. Ljósmynd/Hildur Ómars

Matarunnandinn Hildur Ómars er með brennandi áhuga á heilsu og öllu því tengdu. Hildur er með marga hatta. Hún er verkfræðingur og móðir en líka þekktur uppskriftasmiður sem er snillingur í að töfra fram hollt og girnilegt grænkerafæði.

Hvers konar matur er í uppáhaldi hjá þér?

„Allt með tófúi hefur sennilega verið uppáhald síðan ég man eftir mér og verður það held ég alltaf. Svo verð ég aldrei leið á góðum smoothie-skálum.“

Hvers konar hreyfingu stundar þú?

„Þessa dagana er ég mest að skokka og tek stundum léttar lyftingaæfingar eða pilates.“

Áttu uppáhaldsveitingastað?

„Ég fer lítið út að borða en mér þykir ofboðslega vænt um Garðinn, notalegt andrúmsloft, gæðahráefni og einhver kærleikur sem knúsar mann þarna inni.“

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Ef ég fæ mér morgunmat þá er það annaðhvort greip eða hafragrautur með eplum, lífrænum bláberjum, kanil, kardimommu, möndlumjólk, döðlum og möndlusmjöri ofan á. Annars er ég meira í sítrónuvatni eða sellerísafa á morgnana núna.“

Sellerísafi kemur skapinu í lag.
Sellerísafi kemur skapinu í lag. Ljósmynd/Unslpash.com/Alex lvrs

Áttu þér uppáhaldsborg?

„Já, elsku Gautaborg.“

Gautaborg er í uppáhaldi.
Gautaborg er í uppáhaldi. Ljósmynd/Unslpash.com/Jonathan Noack

Ef þú gætir farið hvert sem er í ferðalag, hvert myndir þú fara?

„Mig langar mikið að heimsækja Balí.“

Balí er draumkenndur staður.
Balí er draumkenndur staður. Ljósmynd/Unslpash.com/Alfiano Sutianto

Ertu skipulögð?

„Ekki kannski að eðlisfari en ég uppgötvaði snemma hvað það hafði góð áhrif á mig og hvað allt gekk betur þegar ég tók mér smá tíma í að skipuleggja tíma minn svo ég vinn mikið með tékklista.“

Hvaða snjallforrit notar þú mest?

„Instagram.“

Hvaða sjónvarpsþátt ertu að horfa á?

„Venjulegt fólk og Bláu línuna (Tunna blå linjen).“

Bláa línan eru sænskir sjónvarpsþættir.
Bláa línan eru sænskir sjónvarpsþættir.

Hvað gerir þú til að slaka á?

„Bað! Ég gíp líka stundum í öndunaræfingar eða leidda yoga nidra-slökun.“

Snyrtivörurnar frá Dr. Hauschka eru lífrænar og náttúrulegar.
Snyrtivörurnar frá Dr. Hauschka eru lífrænar og náttúrulegar.

Hvaða snyrtivara er í uppáhaldi?

„Létta dagkremið og bronsing tintið frá Dr. Hauschka.“

Það er gott að slaka á í baði.
Það er gott að slaka á í baði. Ljósmynd/Unslpash.com/mk. s

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Kósíbuxur eru alltaf uppáhalds.“

Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í haust?

„Ég ætla að vera með fleiri spírunámskeið og ef allt gengur upp þá stefni ég á nám í heildrænni næringarfræði.“

Girnilegt grænkerafæði.
Girnilegt grænkerafæði. Ljósmynd/Hildur Ómars
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: