Nú heyrir Selenskí minna klapp

Stundum getur allt gerst. Þar á meðal það sem enginn gat fyrir fram giskað á og eins hitt sem talið var handan við það ómögulega. Þess háttar dæmi birtist okkur laust fyrir þessa helgi og átti sá í hlut sem fékk allt næsta nágrennið auk þeirra sem voru lengra frá til að reka upp stór augu.

Pólland vekur undrun

Pólland, af öllum löndum, tilkynnti skyndilega, eins og það væri yfirlýsing sem margir hefðu lengi vænst, að það ríki, nágranninn og vopnabróðirinn trausti í suðri, myndi framvegis hætta með öllu að afhenda Úkraínu nokkur frekari vopn. Því væri lokið og Pólland myndi hér eftir byggja vopnabúr sitt með fullkomnasta búnaði.

mbl.is