Rafpopplagið The Fox fagnar tíu ára útgáfuafmæli sínu í ár, en norska tvíeykið Ylvis breytti tónlistarsögunni hinn 3. september 2013. Þann dag birti það myndband á samfélagsmiðlasíðunni Youtube og spurði heiminn að þeirri einföldu en ef til vill heimspekilegu spurningu: Hvað segir refurinn? (e. What Does The Fox Say?).
Bræðurnir Vegard og Bård Ylvisåker skutust upp á stjörnuhimininn með hraði þegar lag þeirra The Fox, sem þeir sömdu fyrir norska skemmtiþáttinn I kveld med Ylvis, náði óvæntri heimsathygli. Á þeim tíma voru bræðurnir vel þekktir í heimalandi sínu, búnir að starfa í sjónvarpi og útvarpi í nokkur ár.
Myndbandið við The Fox fékk yfir 31 milljón áhorfa á fyrstu tveimur vikum þess á Youtube, en það var vinsælasta myndbandið á síðunni árið 2013.
Í dag hefur myndbandið verið skoðað yfir billjón sinnum og eftir tíu ár er lagið enn vinsælt hjá fólki og alltaf að laða til sín nýja hlustendur.