Aldrei fleiri fiskar í sjókvíum við Ísland

Fiskeldið hefur vaxið hratt hér á landi og voru í …
Fiskeldið hefur vaxið hratt hér á landi og voru í ágúst rúmlega 24 milljónir fiska í sjókvíum hér á landi. mbl.is/Gunnlaugur

Aldrei hafa verið fleiri eld­is­fisk­ar í sjókví­um við Íslands­strend­ur en í ág­úst þegar þeir voru tæp­lega 24,4 millj­ón­ir tals­ins. Það er 18% fleiri skráðir fisk­ar en á hápunkti síðasta árs í októ­ber þegar voru tæp­lega 20,7 millj­ón­ir fiska í sjókví­um hér á landi. Árið 2021 náði fjöldi fiska einnig hápunkti í októ­ber þegar þeir voru 20,3 millj­ón­ir.

Þetta má lesa úr töl­um mæla­borðs fisk­eld­is á vef Mat­væla­stofn­un­ar, en gögn­in byggja á skýrsl­um eld­is­fyr­ir­tækj­anna.

Af þess­um 24,4 millj­ón­um fiska í kví­um í ág­úst voru rúm­lega 15 millj­ón­ir á Vest­fjörðum og 9,3 millj­ón­ir á Aust­fjörðum. Hef­ur hlut­deild Aust­fjarða ekki verið hærri en í ág­úst þegar hún var 38%.

Heild­ar­líf­massi í sjó var 36.750 tonn í ág­úst sem er aðeins 14,8% meiri í ág­úst en í októ­ber á síðasta ári og hef­ur því fjöldi fiska auk­ist meira en líf­massi. Í októ­ber á síðasta ári nam líf­mass­inn 32.023 tonn­um sem var rétt rúm­lega 15% minna en í októ­ber árið 2021 þegar hann var 37.707 tonn.

mbl.is