Skoða hvort refsiákvæði eigi við

Tilkynnt var um tvö göt á kví Arctic Sea Farm …
Tilkynnt var um tvö göt á kví Arctic Sea Farm ehf. við Kvígindisdal í Patreksfirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Kæra hef­ur verið lögð fram vegna meintra brota Arctic Sea Farm ehf. á lög­um um fisk­eldi eft­ir að til­kynnt var um tvö göt á kví fyr­ir­tæk­is­ins við Kvíg­ind­is­dal í Pat­reks­firði.

Helgi Jens­son, lög­reglu­stjóri á Vest­fjörðum, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að málið sé til meðferðar og lög­regl­an skoði nú hvort refsi­á­kvæði eigi við í því.

„Við erum far­in að skoða málið en það fyrsta sem við ger­um er að átta okk­ur á laga­grund­vell­in­um fyr­ir kær­unni og hvort ein­hver refsi­á­kvæði eigi við um þetta,“ seg­ir Helgi.

„Svo fer ör­ugg­lega ein­hver rann­sókn fram og síðan þurf­um við að taka ákvörðun um fram­haldið.“

Hann seg­ir lög­regl­una stefna á að klára rann­sókn á næstu vik­um.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, mánu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: