„Þeir skjóta sem þora“

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er ekk­ert nýtt við það að kelfd­ar hvalkýr veiðist líkt og gerðist í síðustu viku, það ger­ist á hverri ein­ustu vertíð. Þetta verður aldrei öðru­vísi, ef menn ætla að stunda hval­veiðar,“ seg­ir Kristján Lofts­son fram­kvæmda­stjóri Hvals hf. í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann bend­ir á að talið sé að um 40 þúsund langreyðar séu við landið og um helm­ing­ur þeirra vænt­an­lega kýr.

„Og þótt nokkr­ar kýr séu kelfd­ar, þá hef­ur það ekki nokk­ur áhrif á viðkomu stofns­ins,“ seg­ir hann og bend­ir á að fóst­ur hvala sem borist hafa á land hafi verið rann­sökuð í fjöl­mörg ár, m.a. af er­lend­um sér­fræðing­um, þannig að þau hafi nýst vel í vís­inda­skyni.

Eng­in sekt hef­ur borist

Tíma­bundnu banni við veiðum Hvals 8 hef­ur verið aflétt og hef­ur Mat­væla­stofn­un gefið það út að til skoðunar sé að leggja stjórn­valds­sekt á Hval hf. vegna frá­viks við veiðar Hvals 8 sem leiddi til stöðvun­ar veiðanna.

Eng­in sekt hef­ur þó enn borist fyr­ir­tæk­inu. Spurður hvernig hon­um lít­ist á mögu­lega sekt­ar­gerð seg­ir Kristján: „Þeir skjóta sem þora.“

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, mánu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina