„Það er ekkert nýtt við það að kelfdar hvalkýr veiðist líkt og gerðist í síðustu viku, það gerist á hverri einustu vertíð. Þetta verður aldrei öðruvísi, ef menn ætla að stunda hvalveiðar,“ segir Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. í samtali við Morgunblaðið.
Hann bendir á að talið sé að um 40 þúsund langreyðar séu við landið og um helmingur þeirra væntanlega kýr.
„Og þótt nokkrar kýr séu kelfdar, þá hefur það ekki nokkur áhrif á viðkomu stofnsins,“ segir hann og bendir á að fóstur hvala sem borist hafa á land hafi verið rannsökuð í fjölmörg ár, m.a. af erlendum sérfræðingum, þannig að þau hafi nýst vel í vísindaskyni.
Tímabundnu banni við veiðum Hvals 8 hefur verið aflétt og hefur Matvælastofnun gefið það út að til skoðunar sé að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8 sem leiddi til stöðvunar veiðanna.
Engin sekt hefur þó enn borist fyrirtækinu. Spurður hvernig honum lítist á mögulega sektargerð segir Kristján: „Þeir skjóta sem þora.“
Meira í Morgunblaðinu í dag, mánudag.