Vildu gögn um mörg þúsund einstaklinga

Hluthafar í Síldarvinnslunni hf. voru 4.173 talsins 31. desember síðastliðinn …
Hluthafar í Síldarvinnslunni hf. voru 4.173 talsins 31. desember síðastliðinn og fjöldi hluthafa í Brimi hf. 1.912 hinn 30. júní. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Þorgeir Baldursson

Um­fang skoðunar Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins á eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi, á grund­velli ólög­mæts samn­ings við mat­vælaráðuneytið, náði til allra hlut­hafa í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um og varðar því mörg þúsund ein­stak­linga.

Voru til að mynda hlut­haf­ar í Síld­ar­vinnsl­unni hf. 4.173 tals­ins 31. des­em­ber síðastliðinn og fjöldi hlut­hafa í Brimi hf. 1.912 hinn 30. júní, en hlut­haf­ar geta einnig verið lögaðilar í eigu fleiri ein­stak­linga. Við þetta bæt­ast hundruð sem fara með hlut í óskráðum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um.

Með bréfi sem sent var sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um í vor krafðist stofn­un­in ít­ar­legra per­sónu­grein­an­legra upp­lýs­inga um alla hlut­hafa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja án þess að nokk­ur neðri mörk væru í þeirri beiðni. Virðist því engu hafa skipt hve lít­inn hlut ein­stak­ling­ar hafa farið með í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um.

Í bréf­inu var vísað til sam­keppn­islaga og var Brim beitt dag­sekt­um þegar fé­lagið neitaði að af­henda upp­lýs­ing­arn­ar. Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála felldi í síðustu viku ákvörðun um dag­sekt­ir úr gildi og hafa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki óskað eft­ir því að upp­lýs­ing­ar verði afmáðar úr kerf­um stofn­un­ar­inn­ar.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, mánu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: