„Ofboðslega erfið og slæm menning“ á Litla-Hrauni

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Allt sem var til­kynnt um í gær tengsl­um við bygg­ingu nýs fang­els­is í stað Litla-Hrauns hef­ur Afstaða, fé­lag fanga á Íslandi, bar­ist fyr­ir í lang­an tíma.

„Þetta eru allt ofboðslega góðar frétt­ir,” seg­ir Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður fé­lags­ins, aðspurður.

„Lít­ill ár­ang­ur“

„Þetta er búið að vera þannig að það er lít­ill ár­ang­ur af Litla-Hrauni og það er ofboðslega erfið og slæm menn­ing þar inn­an­húss, ekki bara hjá föng­un­um, held­ur líka starfs­fólki,” seg­ir Guðmund­ur Ingi.

Litla-Hraun er barn síns tíma að mati fangelsismálastjóra.
Litla-Hraun er barn síns tíma að mati fang­els­is­mála­stjóra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hann seg­ir þessa menn­ingu m.a. ein­kenn­ast af tals­máta, hugsana­gangi, einelti og jafn­vel kyn­ferðis­legri áreitni. „Með nýja fang­els­inu meg­um við ekki láta það ger­ast að svona hugs­un­ar­hátt­ur er áfram. Við erum ekki að ná ár­angri með fólki og vinnuaðstaðan verður líka leiðin­leg fyr­ir starfs­fólkið. Þetta eru hlut­ir sem við erum bún­ir að ræða með fang­els­is­mála­yf­ir­völd­um mjög lengi,” grein­ir hann frá.

Páll Winkel fangelsismálastjóri og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri og Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

End­ur­hæf­ing í stað refs­i­stefnu

Formaður­inn bend­ir á hversu mik­il­væg end­ur­skoðun fulln­ustu­laga er með áherslu á betr­un og nú­tíma­lega nálg­un, sem til­kynnt var um í gær. Þessi end­ur­skoðun eigi vafa­lítið eft­ir að skila mestu.

„Þetta seg­ir okk­ur að Ísland er loks­ins að fara að falla frá þess­ari svo­kölluðu refs­i­stefnu og taka upp end­ur­hæf­ing­ar­stefnu í staðinn,” seg­ir Guðmund­ur Ingi og bæt­ir við: „Þetta erum við búin að vera að kynna fyr­ir stjórn­völd­um síðasta ára­tug­inn.”

Fjölg­un op­inna úrræða skil­ar mestu

Til­kynnt var um fleiri opin úrræði fyr­ir fanga í gær og seg­ir formaður­inn að Afstaða hafi bar­ist fyr­ir slíku í mörg ár, enda það eina rök­rétta í stöðunni. „Flest lönd sem eru með mikl­ar end­ur­hæf­ing­ar eru að fjölga opn­um úrræðum því þau skila mestu. Þeir sem eru að fara í gegn­um opin úrræði eru ólík­legri til að fara aft­ur í fang­elsi.”

Frá Litla-Hrauni.
Frá Litla-Hrauni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hann seg­ir það ákveðna viður­kenn­ingu fyr­ir Af­stöðu að loks­ins skuli stjórn­völd taka mark á fé­lag­inu. Til marks um það er búið að til­kynna að það fái að vera með í hönn­un á nýja fang­els­inu og end­ur­skoðun fulln­ustu­laga.

„Það er á svona dög­um eins og í gær sem maður sér hvað svona starf­semi eins og Afstaða er get­ur haft mik­il áhrif,” seg­ir hann.

„Mark­miðið með nýja fang­els­inu og nýju lög­un­um hlýt­ur að vera að fram­leiða betri borg­ara sam­fé­lags­ins og fólk sem get­ur tekið þátt í at­vinnu­líf­inu,” bæt­ir hann við og seg­ir of mikið um það í dag að Litla-Hraun „fram­leiði” glæpa­menn.

mbl.is