Mál ungmenna gegn 32 þjóðum hafið

Andre Oliveira, lengst til vinstri, í dómsalnum í morgun ásamt …
Andre Oliveira, lengst til vinstri, í dómsalnum í morgun ásamt fleiri portúgölskum ungmennum. AFP/Frederick Florin

Dóms­mál sex portú­galskra ung­menna gegn 32 þjóðum hófst í morg­un hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu.

Ung­menn­in saka þjóðirn­ar um að gera ekki nægi­lega mikið til að koma í veg fyr­ir hlýn­un jarðar. Þau eru á aldr­in­um 11 til 24 ára og segj­ast þjást af kvíða vegna heilsu sinn­ar og „að þurfa að búa við lofts­lag sem verður heit­ara og heit­ara” með sí­fellt fleiri nátt­úru­ham­förum.

Portúgölsku ungmennin í húsnæði Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun.
Portú­gölsku ung­menn­in í hús­næði Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í morg­un. AFP/​Frederick Flor­in

Málið var höfðað eft­ir mikla skógar­elda sem geisuðu í Portúgal árið 2017 sem urðu yfir 100 manns að bana og ollu mik­illi eyðilegg­ingu.

„Evr­ópsk­um stjórn­völd­um hef­ur ekki tek­ist ekki að vernda okk­ur,” sagði Andre Oli­veira, 15 ára, sem er einn þeirra sem höfðuðu málið.

„Við erum í fram­línu lofts­lags­breyt­inga í Evr­ópu: jafn­vel í fe­brú­ar er stund­um 30 stiga hiti. Hita­bylgj­urn­ar eru að verða al­var­legri og al­var­legri,” bætti hann við.

Við upphaf réttarhaldanna í morgun.
Við upp­haf rétt­ar­hald­anna í morg­un. AFP/​Frederick Flor­in

Oli­veira og hin fimm ung­menn­in segja að aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins, sem eru 27 tals­ins, ásamt Rússlandi, Tyrklandi, Sviss, Nor­egi og Bretlandi, hafi öll­um mistek­ist að tak­marka út­blást­ur gróður­húsaloft­teg­unda sem hafi áhrif á líf þeirra og heilsu.

„Það hafa verið höfðuð mál af ungu fólki vegna lofts­lags­breyt­inga hjá öðrum dóm­stól­um en þetta er fyrsta málið sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu tek­ur fyr­ir sem teng­ist rétt­ind­um ungs fólk,” sagði Gerry List­on, lögmaður hjá sam­tök­un­um GLAN, sem ann­ast mál ung­menn­anna.

„Ef þau vinna málið verða þjóðir heims­ins „að flýta mjög aðgerðum sín­um í lofts­lags­mál­um,” bætti List­on við.

AFP/​Frederick Flor­in
mbl.is

Bloggað um frétt­ina