Vinnslustöðin lætur byggja 5.600 fermetra hús

Breytingar verða gerðar á húsnæði Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Breytingar verða gerðar á húsnæði Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Bygg­ing nýs 5.600 fer­metra hús­næði fyr­ir Vinnslu­stöðina í Vest­mana­n­eyj­um er að hefjast á Vinnslu­stöðvar­reitn­um. Um er að ræða tveggja hæða hús og verður salt­fisk­vinnsla á neðri hæð og inn­vigt­un upp­sjáv­ar­afla á efri hæð. Gert er ráð fyr­ir að salt­fisk­vinnsl­an hefj­ist í nýju hús­næði á vetr­ar­vertíðinni 2025.

Ný­bygg­ing­in verður L-laga, að hluta í gamla þró­ar­rým­inu sem snýr út að Hafn­ar­götu í krik­an­um þar sem er ný­leg­ur aðal­inn­gang­ur Vinnslu­stöðvar­inn­ar, að því er fram kem­ur á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

„Við erum núna að hreinsa út úr hús­un­um og byrj­um að rífa þökin ein­hvern næstu daga. Gaml­ir út­vegg­ir þró­ar­inn­ar verða notaðir áfram en steypt nýtt milli­gólf og öðru breytt eins og þurfa þykir. Þegar þar að kem­ur fer mik­ill tækja­búnaður inn á gólf efri hæðar. Þar verður inn­vigt­un upp­sjáv­ar­afla, flokk­un og flök­un sem upp­fyll­ir all­ar kröf­ur í nýrri reglu­gerð þar að lút­andi,“ er haft eft­ir Will­um And­er­sen, tækni­leg­um rekstr­ar­stjóra út­gerðar­inn­ar.

Nýtt húsnæði Vinnslustöðvarinnar verður yfir fimm þúsund fermetrar.
Nýtt hús­næði Vinnslu­stöðvar­inn­ar verður yfir fimm þúsund fer­metr­ar. Mynd/​Vinnslu­stöðin

Auðveld­ar síðari upp­bygg­ingu

Ekki hef­ur verið horfið frá ákvörðun aðal­fund­ar 2023 um að fresta fram­kvæmd­um sem samþykkt­ar voru á aðal­fundi 2022 er snéru að því að rífa gömlu hús­in þar sem starf­rækt er bol­fisk­vinnsla og gömlu ver­búðina á efri hæð en reisa í staðinn átta þúsund fer­metra hús í áföng­um svo unnt yrði að halda þar gang­andi vinnslu á fram­kvæmda­tím­an­um.

Var fram­kvæmd­um frestað „í varúðarskyni vegna alþjóðlegs óvissu­ástands í efna­hags­mál­um með til­heyr­andi áhrif­um á starf­semi fjár­mála­stofn­ana er­lend­is og hér­lend­is.“ Ný­bygg­ing mun hins veg­ar rísa þar sem loðnuþrærn­ar eru nú og salt­fisk­vinnsl­an fær­ist þangað. „Þar með verður auðveld­ara en ella að rífa gamla bol­fisk­húsið og reisa nýtt í staðinn, hvenær svo sem að því kem­ur.“

T.ark arki­tekt­ar í Reykja­vík sjá um hönn­un nýja húss­ins.

Eykt ehf. verður aðal­verktaki. Eykt er öfl­ugt þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki í bygg­ing­ariðnaði og hef­ur ann­ast stór­fram­kvæmd­ir fyr­ir Vinnslu­stöðina und­an­far­in ár við nýja upp­sjáv­ar­húsið, tengi­bygg­ing­una, mjöl­húsið og frystigeymsl­una á Eiði.

Húsið verður L-laga.
Húsið verður L-laga. Mynd/​Vinnslu­stöðin

Æfinga­svæði hand­bolta

Fram kem­ur að loðnuþrærn­ar hafi gegnt mik­il­vægu hlut­verki í sögu Vinnslu­stöðvar­inn­ar en bent á að þær eigi einnig hlut­verki að gegna í íþrótta­sögu Vest­manna­eyja.

Var í bók sem gef­in var út árið 2016 í til­efni af sjö­tugsaf­mæli VSV haft eft­ir Ingi­björgu Finn­boga­dótt­ur, starfs­manni fyr­ir­tæk­is­ins til ára­tuga: „Ég æfði hand­bolta og keppti með Tý. Eitt sum­arið var æf­ing­ar­svæðið opin hrá­efn­isþró Fiski­mjöls­verk­smiðjunn­ar og því ein­ung­is yfir götu að fara úr Vinnslu­stöðinni beint á æf­ingu. Þá styrkt­ust upp­hand­leggsvöðvarn­ir veru­lega og ég varð fyr­ir vikið býsna skot­hörð um þær mund­ir!“

mbl.is