HR frestar hvalafundi

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Fundi um hval­veiðar sem hafði yf­ir­skrift­ina „Vís­indi og laga­leg álita­mál“ sem Sjálf­bærni- og lofts­lags­rétt­ar­stofn­un Há­skól­ans í Reykja­vík hafði boðað til á morg­un, föstu­dag, hef­ur verið frestað um sinn.

Fund­in­um var frestað í kjöl­far fyr­ir­spurn­ar Morg­un­blaðsins um frum­mæl­end­ur. Þetta staðfest­ir Snjó­laug Árna­dótt­ir, for­stöðumaður stofn­un­ar­inn­ar og lektor við laga­deild skól­ans, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Til stóð að ræða helstu álita­mál­in varðandi veiðarn­ar, en Snjó­laug átti að stýra umræðum á fund­in­um.

Yf­ir­lýst­ur and­stæðing­ur hval­veiða

Áður en tek­in var ákvörðun um frest­un fund­ar­ins hafði Morg­un­blaðið sam­band við Snjó­laugu og spurðist fyr­ir um val á frum­mæl­end­um, en skv. dag­skránni áttu þeir að vera þrír; dr. Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir, lektor í líf­fræði, sem fjalla átti um hvali í vist­kerfi sjáv­ar, Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir, lögmaður á lög­manns­stof­unni Rétti, sem ræða átti um stöðu hval­veiða í ís­lensk­um rétti, og Ingi B. Poul­sen, doktorsnemi við laga­deild HR, sem fjalla átti um hval­veiðar og skuld­bind­ing­ar rík­is­ins að lofts­lags­rétti.

At­hygli vakti að dr. Edda Elísa­bet skyldi hafa verið feng­in til að vera einn frum­mæl­enda, en hún er yf­ir­lýst­ur and­stæðing­ur hval­veiða og hef­ur tekið þátt í mót­mæl­um gegn hval­veiðum, síðast á Aust­ur­velli um miðjan júlí sl. Þá er Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir starf­andi á lög­manns­stof­unni Rétti sem hef­ur gætt hags­muna ým­issa aðila gegn Hval hf. og hafa lög­lærðir starfs­menn stof­unn­ar verið áber­andi á þeim vett­vangi und­an­far­in miss­eri.

Sal­ur­inn ekki nógu stór

Spurð um hvort skoðað yrði út frá fag­leg­um sjón­ar­miðum laga­deild­ar­inn­ar að hafa ekki ein­ung­is and­stæðinga hval­veiða í hópi frum­mæl­enda sagði Snjó­laug að málið yrði skoðað bet­ur í ljósi fram­kom­inna upp­lýs­inga.

Við vinnslu frétt­ar­inn­ar hafði Snjó­laug sam­band við Morg­un­blaðið og kunn­gjörði að fund­in­um hefði verið frestað. Um ástæður frest­un­ar­inn­ar sagði Snjó­laug að í ljósi þess að frétt­ir væru farn­ar að kvisast út um fyr­ir­hugaðan fund væri fyr­ir­séð að fund­ar­sal­ur­inn þar sem halda átti fund­inn myndi ekki duga fyr­ir þann fjölda áheyr­enda sem vís­ast myndu mæta til fund­ar­ins.

Einnig sagði hún að uppi væru áform um að end­ur­skoða hverj­ir myndu vera frum­mæl­end­ur á fund­in­um, með það í huga að koma að fleiri sjón­ar­miðum varðandi hval­veiðarn­ar en þeirra einna sem væru yf­ir­lýst­ir and­stæðing­ar veiðanna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: