The 1975 dregur sig í hlé

Söngvari The 1975.
Söngvari The 1975. Skjáskot/Instagram

Hljómsveitin The 1975 tilkynnti á þriðjudag að hún ætli að leggjast í dvala eftir tónleikaferðalag sitt. Sveitin hefur starfað í 21 ár. Matt Healy, söngvari og forsprakki sveitarinnar, tilkynnti tíðindin á milli laga á tónleikum þeirra í Sacramento í Kaliforníu.

„Í lok tónleikaferðalagsins munum við taka okkur ótímabundið hlé,“ sagði Healy við tónleikagesti. Samkvæmt hljómsveitarmeðlimum er ákvörðunin tekin í sátt allra liðsmanna sveitarinnar en margir segja hegðun Healy vera meginástæðu á bak við pásuna. 

Healy er umdeildur tónlistarmaður og hefur komið hljómsveitinni í vandræði oftar en einu sinni og tvisvar. The 1975 var til að mynda skipað að enda tónleika sína í Malasíu fyrr á þessu ári þegar söngvarinn var sagður hafa brotið lög þar í landi. 

mbl.is