Endurmeta áhættumat vegna fiskeldis

Hafrannsóknastofnun mun endurmeta áhættumat erfðablöndunar vegna slysaleppinga eldislax.
Hafrannsóknastofnun mun endurmeta áhættumat erfðablöndunar vegna slysaleppinga eldislax. mbl.is/Helgi Bjarnason

Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur óskað eft­ir því að Sam­ráðnefnd um fisk­eldi fresti frek­ari um­fjöll­un um áhættumat erfðablönd­un­ar þar til end­ur­skoðun áhættumats­ins ligg­ur fyr­ir. Er ákvörðunin tek­in í ljósi ný­legra at­b­urða, þar sem eld­islax­ar sluppu úr eldisk­ví og leita nú upp í ár þar sem fyr­ir eru villt­ir laxa­stofn­ar, hef­ur stofn­un­in ákveðið að þörf sé á að end­ur­skoða áhættumat erfðablönd­un­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Í drög­um af áhættumati erfðablönd­un­ar var ekki gert ráð fyr­ir eins um­fangs­miklu magni af kynþroska eld­is­fiski í ár lands­ins. Ljóst er að þær for­send­ur sem stofn­un­in hef­ur gengið út frá þarfn­ast end­ur­skoðunar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Stefnt er að því að end­ur­skoðun áhættumats­ins verði „gerð svo fljótt sem verða má og þegar um­fang og af­leiðing­ar skýr­ast.“ Verður nýtt áhættumat kynnt að end­ur­skoðun lok­inni.

Tóku und­ir

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sem sinna hags­muna­gæslu fyr­ir rekstr­araðila fisk­eld­is, hafa tekið und­ir af­stöðu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og hafa gefið út yf­ir­lýs­ingu þar sem sam­tök­in sögðust telja, nú sem fyrr, mik­il­vægt að vís­inda­leg ráðgjöf verði höfð að leiðarljósi þegar kem­ur að um­fangi sjókvía­eld­is á Íslandi.“

Jafn­framt sagðist SFS „treysta því að vís­inda­menn nýti öll gögn, raun­vökt­un og aðrar mæl­ing­ar til að meta með best­um hætti hvert áhættumat erfðablönd­un­ar fyr­ir fisk­eldi á Íslandi skal vera – til vernd­ar villta laxa­stofn­in­um.“

mbl.is