Leggja til 24% samdrátt í síldarkvóta

Ráðlagður heildarafli í norsk-íslenskri síld dregst saman um 24%. Einnig …
Ráðlagður heildarafli í norsk-íslenskri síld dregst saman um 24%. Einnig lækkar ráðgjöf í makríl, en hækkar fyrir kolmunna. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Þorgeir Baldursson

Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) legg­ur til að há­marks­afli í norsk-ís­lenskri síld verði 24% minni á næsta ári en á þessu. Jafn­fram er ráðlagður 5% sam­drátt­ur í mak­rílafla, en 13% hækk­un í kol­munna.

Eng­ir samn­ing­ar eru milli strand­ríkja um þessa stofna og gefa því rík­in sjálf­stætt út veiðiheim­ild­ir til sinna skipa í því hlut­falli sem rík­in gera til­kall til. Stofn­arn­ir hafa því verið veidd­ir um­fram ráðgjöf vís­inda­manna und­an­far­in ár.

Aðeins 390 þúsund tonn af síld

ICES legg­ur til að afli árs­ins 2024 í norsk-ís­lenskri síld verði ekki meiri en 390 þúsund tonn. Ráðgjöf yf­ir­stand­andi árs var 511 þúsund tonn og er því um tæp­lega 24% lækk­un að ræða, að því er fram ekm­ur í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Ástæður þess­ar­ar lækk­un­ar er bæði lé­leg nýliðun og stærð stofns­ins mun fara und­ir aðgerðamörk nýt­ing­ar­stefn­unn­ar sem þýðir ráðgjöf með lægri veiðidán­ar­tölu. Gert er ráð fyr­ir að ár­gang­ur­inn frá ár­inu 2016 verði uppistaðan í veiði næsta árs en ár­gang­ar þar á eft­ir eru metn­ir slak­ir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá er áætlað að heild­arafli árs­ins 2023 í norsk-ís­lenskri síld verði 693 þúsund tonn sem er 35% um­fram ráðgjöf. Frá ár­inu 2013 hafa veiðar um­fram ráðgjöf ICES numið 4-42 % á ári.

47% um­fram ráðgjöf í mak­ríl

Í sam­ræmi við gild­andi nýt­ing­ar­stefnu með mark­mið um há­marks­a­frakst­urs til lengri tíma litið legg­ur ICES til að mak­rílafli árs­ins 2024 verði ekki meiri en 739 þúsund tonn. Ráðgjöf yf­ir­stand­andi árs var 782 þúsund tonn og því er um að ræða rúm­lega 5 % lægri ráðgjöf nú.

Heild­arafli í mak­ríl á þessu ári er áætlaður 1,1 millj­ón tonn sem er 47% um­fram ráðgjöf. Þá seg­ir að frá ár­inu 2010 hafa veiðar um­fram ráðgjöf ICES numið 9-86 % á ári og að meðaltali 40%.

Stækk­andi hrygn­ing­ar­stofn kol­munna

Ráðgjöf ICES vegna kol­munna fyr­ir árið 2024 nem­ur 1,53 millj­ón­um tonna sem er 13% meira en fyr­ir árið 2023 þegar ráðgjöf var 1,359 millj­ón tonn.

„Ástæðan fyr­ir hækk­un á afla­marki er vax­andi hrygn­ing­ar­stofn. Árgang­arn­ir frá 2020 og 2021 eru metn­ir meðal þeirra stærstu sem mælst hafa við tveggja ára ald­ur. Þeir ár­gang­ar ganga að fullu inn í hrygn­ing­ar­stofn­inn árið 2024 og fram­reikn­ing­ar sýna stækk­andi hrygn­ing­ar­stofn næstu tvö árin sé ráðgjöf fylgt,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Reiknað er með að heild­arafli fiski­skipa­flota strand­ríkj­anna í kol­munna verði 23% um­fram ráðgjöf i ár, eða 1,7 millj­ón tonn. Frá ár­inu 2018 hef­ur verið veitt 23-38% um­fram ráðgjöf á ári hverju, að meðaltali 28 % á þessu tíma­bili.

mbl.is