Lítt reyndir menn misstu stjórn á sér

Kamban var skotinn til bana fyrir framan dóttur sína.
Kamban var skotinn til bana fyrir framan dóttur sína.

Að mín­um dómi bar enga nauðsyn til að drepa marga þeirra sem danska and­spyrnu­hreyf­ing­in drap og Guðmund­ur Kamb­an er án efa einn þeirra,“ seg­ir Dan­inn Dit­lev Tamm, sér­fræðing­ur í rétt­ar­sögu og pró­fess­or emer­it­us hjá Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Rit­höf­und­ur­inn Guðmund­ur Kamb­an var skot­inn til bana í Dan­mörku 5. maí 1945 af dönsku and­spyrnu­hreyf­ing­unni. Guðmund­ur Magnús­son greindi frá nafni bana­manns­ins í Morg­un­blaðinu 21. sept­em­ber, en sá hét Egon Al­fred Høj­land.

„Það fór lík­lega illa í Kamb­an að menn væru komn­ir til að taka hann hönd­um og hon­um hef­ur vænt­an­lega mis­líkað þær sak­ir sem á hann voru born­ar. Hann gæti hafa misst stjórn á skapi sínu en að hann hafi verið skot­inn til bana held ég að megi skrifa á hversu lítt reynd­ir þess­ir menn voru sem fóru til hans. Ég held að marg­ir séu sam­mála um að þess­ir menn hafi ekki haft næga reynslu til að fara í jafn mik­il­væg verk­efni og hand­töku manna sem þeir höfðu grunaða um að starfa með Þjóðverj­um. Þeir höfðu ekki stjórn á sér í þess­um aðstæðum og allt fór á versta veg,“ seg­ir Tamm sem þekk­ir stríðsár­in í Dan­mörku vel og hef­ur ritað bæk­ur um efnið.

„Ég vissi hver skaut Kamb­an frá því að ég vann að bók [Ret­sop­gøret ef­ter be­sættel­sen] sem kom út árið 1984. Ég sá nafnið og las um at­b­urðarás­ina í gögn­um danska dóms­málaráðuneyt­is­ins en var ekki heim­ilt að nefna nöfn,“ seg­ir Tamm. Rím­ar það við frá­sagn­ir Ásgeirs Guðmunds­son­ar og Sveins Ein­ars­son­ar af sam­skipt­um þeirra við ráðuneytið varðandi gögn­in þegar þeir unnu að bóka­skrif­um.

Vafa­söm lof­orð gef­in?

Fólk þarf lík­lega að upp­lifa stríðsástand á eig­in skinni til að geta skilið ástandið sem skap­ast með til­heyr­andi til­finn­ing­um og geðshrær­ingu. Viss róm­an­tík hef­ur fylgt and­spyrnu­hreyf­ing­unni dönsku fyr­ir að gera til­raun­ir til að standa uppi í hár­inu á nas­ist­um sem slátruðu millj­ón­um manna þegar upp var staðið. Þegar grun­semd­ir vöknuðu um að and­spyrnu­hreyf­ing­in hefði farið fram úr sér í hefnd­araðgerðum varð málið póli­tískt viðkvæmt í Dan­mörku, seg­ir Tamm.

Ditlev Tamm
Dit­lev Tamm

„Meðlim­ir and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar drápu á milli 400 og 500 manns. Talsmaður hreyf­ing­ar­inn­ar var herra [Frode] Jak­ob­sen og öll mál voru bor­in und­ir hann. Ef hann staðfesti að meðlim­ir and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar hefðu verið að verki hélt lög­regl­an að sér hönd­um. Jak­ob­sen hélt því fram að þeim, sem tóku að sér að drepa fólk sem and­spyrnu­hreyf­ing­in taldi vera hættu­lega Dön­um, hefði verið lofað að þeir yrðu ekki sótt­ir til saka að stríðinu loknu. Sam­komu­lag virt­ist ríkja um að dráp and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar væru hluti af stríði og ættu þar af leiðandi ekki heima hjá lög­regl­unni. Þannig virðist að minnsta kosti hafa verið litið á þessi mál fyrsta hálfa árið eft­ir stríð.“

Tamm seg­ir að í fram­hald­inu hafi afstaða stjórn­mála­manna breyst að ein­hverju leyti. „Síðar árið 1945 var um það rætt í þing­inu hvort lög­regl­an ætti að rann­saka mál sem tengd­ust póli­tísk­um dráp­um. Lög­regl­an gæti þá skrifað skýrsl­ur þótt ekki yrði lengra gengið. Ein­hverj­um árum síðar var orðið ljóst að nokk­ur andstaða var við þess­ar rann­sókn­ir. Einnig á meðal ætt­ingja þeirra sem grunaðir höfðu verið um landráð. Komið var á fót rann­sókn­ar­lög­reglu­teymi sem and­spyrnu­hreyf­ing­in samþykkti. Ætt­ingj­ar hinna látnu fengu ein­hver svör í fram­hald­inu um ástæður þess að hinn látni var elt­ur uppi. Í ein­hverj­um til­fell­um gætu ætt­ingj­ar hafa fengið yf­ir­lýs­ingu um að viðkom­andi hefði ekki verið hættu­leg­ur Dön­um en í mörg­um til­fell­um fengu ætt­ingj­ar þau svör að hinn látni væri ein­fald­lega fórn­ar­lamb stríðsátaka. Út frá hefðbundn­um sjón­ar­miðum um lög og rétt telst þetta ekki vera viðun­andi.“

Hefði mátt aflétta fyrr

Í dag furða marg­ir sig á þeirri leynd sem hvílt hef­ur yfir þess­um at­b­urðum fyr­ir átta ára­tug­um. „Leynd­inni hefði mátt aflétta fyrr en þessi mál voru afar viðkvæm í Dan­mörku. Herra Jak­ob­sen var þeirr­ar skoðunar að leynd þyrfti að hvíla yfir þess­um gögn­um vegna þess að and­spyrnu­hreyf­ing­in myndi sæta mik­illi gagn­rýni ef þau kæmu fyr­ir sjón­ir al­menn­ings. Marg­ir litu á menn í and­spyrnu­hreyf­ing­unni sem hetj­ur þótt fólk geri sér einnig grein fyr­ir að þar hafi verið gerð mörg mis­tök. Þegar ég gaf út bók­ina árið 1984 fékk ég skamm­ir fyr­ir að fjalla um and­spyrnu­hreyf­ing­una og stríðsár­in. Síðar hafa fleiri skrifað um þessi mál og sloppið bet­ur við slíka gagn­rýni. Þetta var því viðkvæm­ara hjá minni kyn­slóð,“ seg­ir Dit­lev Tamm sem er fædd­ur árið 1946.

Guðmundur Kamban hvílir í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík.
Guðmund­ur Kamb­an hvíl­ir í Foss­vogs­kirkju­g­arði í Reykja­vík. Morg­un­blaðið/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is