Óttast ekki hefnd SKE

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, seg­ist ekki ótt­ast það að Sam­keppnis­eft­ir­litið hefni sín á hon­um eða fyr­ir­tæk­inu eft­ir að hann bauð eft­ir­lit­inu birg­inn. Guðmund­ur neitaði sem kunn­ugt er að verða við kröfu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um starf­semi Brims, en sama krafa var send á um 30 sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að beiðni mat­vælaráðuneyt­is­ins eins og fjallað hef­ur verið um í Morg­un­blaðinu.

    Í ít­ar­legu viðtali við Dag­mál, streymi Morg­un­blaðsins, skýr­ir Guðmund­ur meðal ann­ars af hverju hann varð ekki við kröfu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, sem lagði í kjöl­farið dag­sekt­ir á Brim. Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála sneri þó við ákvörðun eft­ir­lits­ins auk þess sem nefnd­in komst að þeirri niður­stöðu að Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu væri ekki heim­ilt að gera verk­taka­samn­ing við annað stjórn­vald, í þessu til­viki við mat­vælaráðuneytið.

    Í viðtal­inu er meðal ann­ars fjallað um alþekkt­an ótta margra aðila í viðskipta­líf­inu við Sam­keppnis­eft­ir­litið. Þá er Guðmund­ur spurður hvort hann ótt­ist hefnd­ir eft­ir­lits­ins.

    Hér í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan má sjá brot út viðtal­inu þar sem komið er inn á þetta.

    Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyr­ir neðan.

    mbl.is