Vísindin orðin spurning um trú

Belgíski stjórnmálafræðingurinn Francois Gemenne ræðir um loftslagsmál og gagnrýnir þá …
Belgíski stjórnmálafræðingurinn Francois Gemenne ræðir um loftslagsmál og gagnrýnir þá þróun að vísindin séu í huga stækkandi hóps orðin spurning um trú, skoðun eða hugmyndafræði. AFP/Joel Saget

Þverr­andi metnaður rík­is­stjórna og æ styrk­ari trú á að vís­ind­in séu póli­tísk­um duttl­ung­um und­ir­orp­in veld­ur belg­íska stjórn­mála­fræðingn­um Franco­is Ge­m­enne áhyggj­um á tím­um vá­legra lofts­lags­breyt­inga eft­ir því sem hann grein­ir AFP-frétta­stof­unni frá.

„Ég hef þung­ar áhyggj­ur af þeim fjölda sem snýr baki við stefnu­mál­um sín­um á póli­tísk­um og efna­hags­leg­um vett­vangi,“ seg­ir Ge­m­enne, sem er einn aðal­höf­unda skýrsluraðar lofts­lags­ráðs Sam­einuðu þjóðanna, og bend­ir á veðuröfg­ar yf­ir­stand­andi árs sem allt bend­ir nú til að verði það hlýj­asta í sögu mann­kyns­ins.

Vís­ind­in spurn­ing um trú

Þykir hon­um sem sú ákefð hafi nú dvínað er áður var ríkj­andi um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda til að forðast al­var­leg­ustu af­leiðing­ar hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar. Þó hafi nokk­ur ríki sætt gagn­rýni fyr­ir að mýkja stefnu sína í lofts­lags­mál­um, þar á meðal Svíþjóð og Bret­land en hið síðar­nefnda hef­ur nú hleypt nýju olíu­vinnslu­verk­efni af stokk­un­um.

„Sú staðreynd veld­ur mér hug­ar­angri að vís­ind­in eru að verða spurn­ing um trú, skoðun eða hug­mynda­fræði hjá sís­tækk­andi hópi,“ seg­ir Ge­m­enne og var­ar við því að lofts­lags­breyt­ing­arn­ar gætu auðveld­lega farið fram úr því sem sum líkön sýni, þær séu ein­fald­lega það sem hann kall­ar „vél án mis­kunn­ar“ og sýni að mann­kynið hafi ekki áttað sig fylli­lega á al­vöru máls­ins.

Flug­sam­göng­ur og kjötát

„Þar til við kom­um á kol­efnis­jafn­vægi munu hita­met riða til falls viku eft­ir viku, mánuð eft­ir mánuð og ár eft­ir ár. Raun­veru­leik­inn gæti farið langt um­fram líkön­in,“ seg­ir stjórn­mála­fræðing­ur­inn.

Hann tel­ur það út­breidd­an mis­skiln­ing að aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ing­um hafi í för með sér að ýms­um munaði þurfi að fórna í auðugri ríkj­um heims­ins, svo sem háu neyslu­stigi, flug­sam­göng­um og kjötáti.

Því þurfi að leiða fólki það fyr­ir sjón­ir með óyggj­andi hætti að bar­átta við lofts­lags­breyt­ing­ar sé í þess þágu. „Við lít­um alltaf á þetta sem lista af aðgerðum sem þurfi að fara í, fórn­um sem þurfi að færa og ein­hverju sem við þurf­um að hætta að gera [...] Við verðum að sýna fram á hvernig þetta gagn­ast okk­ur og lífið geti þar með tekið breyt­ingu til hins betra,“ seg­ir Ge­m­enne að lok­um.

mbl.is