Hvalveiðivertíðinni fer brátt að ljúka, en hún stendur sjaldnast yfir lengur en út septembermánuð, sem nú hefur runnið sitt skeið.
Í gær, föstudag, var talið hugsanlegt að hvalbátarnir héldu til veiða á sunnudagskvöldið nk. en það mun ráðast af því hvernig veðurútlitið er á mánudag á miðunum suður af landinu.
Þar hefur veiðin verið stunduð á þessari vertíð, enda talsvert af hval á svæðinu.
Það var nóg að gera í hvalstöðinni eldsnemma á fimmtudagsmorguninn þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins voru þar í heimsókn, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér, og fumlaus handtök starfsmanna Hvals leyndu sér ekki.
Rætt er við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra Hvals hf., í Morgunblaðinu í dag.