Ein síðasta langreyður vertíðarinnar á land í Hvalfirði

Það var nóg að gera í hvalstöðinni eldsnemma á fimmtudagsmorguninn …
Það var nóg að gera í hvalstöðinni eldsnemma á fimmtudagsmorguninn þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins voru þar í heimsókn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hval­veiðivertíðinni fer brátt að ljúka, en hún stend­ur sjaldn­ast yfir leng­ur en út sept­em­ber­mánuð, sem nú hef­ur runnið sitt skeið.

Í gær, föstu­dag, var talið hugs­an­legt að hval­bát­arn­ir héldu til veiða á sunnu­dags­kvöldið nk. en það mun ráðast af því hvernig veðurút­litið er á mánu­dag á miðunum suður af land­inu.

Þar hef­ur veiðin verið stunduð á þess­ari vertíð, enda tals­vert af hval á svæðinu. 

Það var nóg að gera í hval­stöðinni eldsnemma á fimmtu­dags­morg­un­inn þegar blaðamaður og ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins voru þar í heim­sókn, eins og meðfylgj­andi mynd­ir bera með sér, og fum­laus hand­tök starfs­manna Hvals leyndu sér ekki. 

Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf..
Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf.. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Rætt er við Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóra Hvals hf., í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: