Eldislaxar í Borgarfirði og á Mýrum

Eldislaxinn sem veiddist í morgun í Hítará. Skúli Kristinsson veiddi …
Eldislaxinn sem veiddist í morgun í Hítará. Skúli Kristinsson veiddi laxinn á Sunray. Það leynir sér ekki hvers konar fiskur þetta er. Nú eru eldislaxarnir komnir suður fyrir Snæfellsnes. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

Um­hverf­is­slysið sem nú er staðfest, Þar sem hundruð eld­islaxa ganga í laxveiðiár um allt land held­ur áfram að versna. Fram til þessa hafa lax­ar úr strok­inu frá Arctic Fish ekki veiðst sunn­an Snæ­fells­ness. 

Nú eru þess­ar fisk­ar komn­ir í Borg­ar­fjörðinn og á Mýr­arn­ar. Fisk­ur með eldis­ein­kenni veidd­ist í Hítará í morg­un. Eft­ir er að greina fisk­inn en út­litið er það sama og á vel yfir tvö hundruð slík­um sem þegar hafa veiðst inn­an um villta laxa. Þá hef­ur einn veiðst í Álftá á Mýr­um og einnig fékkst fisk­ur í Hraunsá sem fell­ur í Hvítá í Borg­ar­f­irði. En í Hvítá renna, Norðurá, Þverá og Grímsá. Þetta er enn eitt áfallið í þessu máli.

Har­ald­ur Ei­ríks­son leigutaki Hít­ar­ár var að ná í klak­fisk í Hítará í morg­un ásamt Skúla Krist­ins­syni leiðsögu­manni. Hrogn úr klak­fisk­in­um eru graf­in fyr­ir ofan skriðuna sem féll sum­arið 2018.

Hítarárlaxinn. Það sem meira er að hann er líka kominn …
Hít­ar­ár­lax­inn. Það sem meira er að hann er líka kom­inn í Borg­ar­fjörðinn. Einn af þess­um stroku­löx­um veidd­ist í hliðará Hvítár. Þetta er enn eitt áfallið í kjöl­far um­hverf­is­slyss­ins. Ljós­mynd/​Har­ald­ur Ei­ríks­son

Þeir fé­lag­ar voru að sækja hrygn­ur í Langa­drátt þegar Halli nefndi við Skúla að rétt væri að kasta yfir Breiðina þar sem göngu­fisk­ur stopp­ar gjarn­an. Hugs­un­in var að kanna hvort eld­is­fisk­ur væri mögu­lega á ferðinni. Skúli gerði það og fljót­lega tók silf­ur­björt hrygna Sunray­inn. Þeir vissu báðir hvað þetta þýddi.

Hrygn­an var haus­lít­il, þykk, silf­ur­björt, uggatætt og með gul­brún­an lit á tálkn­börðum. „Þetta er send­ing frá þess­um sjókvía­eld­is­fyr­ir­tækj­um í boði Ein­ars K. Guðfinns­son­ar og fé­laga. Þeirra verður minnst fyr­ir að ganga af villta ís­lenska lax­in­um dauðum.

Eldislax sem veiddist í síðustu viku í Álftá á Mýrum. …
Eld­islax sem veidd­ist í síðustu viku í Álftá á Mýr­um. Þess­ar upp­lýs­ing­ar um eld­islaxa svo sunn­ar­lega breyta heild­ar­mynd­inni í þessu máli. All­ar laxveiðiár eru nú und­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Ef að for­veri minn hér við Hítará, Jó­hann­es á Borg hefði upp­lifað þetta þá hefði hann ekki hent í ein­hverja face­book­færslu. Hann hefði látið verk­in tala og heim­sótt menn,“ sagði Har­ald­ur Ei­ríks­son í sam­tali við Sporðaköst skömmu eft­ir að þeir fé­lag­ar höfðu landað lax­in­um.

„Nú þarf maður að fara að fylgj­ast með Kjós­inni. Vænt­an­lega er hann á leiðinni þangað líka,“ dæsti Har­ald­ur en hann er líka leigutaki að Laxá í Kjós.

mbl.is