Vertíðinni lokið: 24 hvalir veiddir

Hvalur 8 og Hvalur 9 snúa nú aftur í land, …
Hvalur 8 og Hvalur 9 snúa nú aftur í land, annar með eina langreyð en hinn með tvær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hval­veiðivertíðinni er lokið. Hval­veiðiskip­in Hval­ur 8 og Hval­ur 9 eru nú kom­in í land með þrjár langreyðar. Alls hafa þá 24 langreyðar verið veidd­ar á vertíðinni.

Þetta seg­ir Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., við mbl.is.

Í gær var talið hugs­an­legt að hval­bát­arn­ir héldu til veiða á morg­un, en nú er ljóst að ekki verður af þeirri ferð.

Hval­veiðivertíðinni er lokið.
Hval­veiðivertíðinni er lokið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

38 veidd­ust á sama tíma­bili í fyrra

Eins og marg­ir muna þá ákvað Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra að setja á tíma­bundið hval­veiðibann í sum­ar. Hins veg­ar ákvað hún í ág­úst að heim­ila hval­veiðar að nýju með ýms­um tak­mörk­un­um.

Því hef­ur þessi vertíð verið styttri en vana­lega og stóðu veiðar aðeins yfir í 24 daga. Alls veidd­ust 148 hval­ir á vertíðinni í fyrra en 38 hval­ir veidd­ust aðeins í sept­em­ber í fyrra. 

Veður hef­ur verið um­hleyp­inga­samt í mánuðinum og seg­ir Kristján að það hafi gert það að verk­um að ekki hafi náðst að sækja eins oft á miðin og sein­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina